fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Móðir annars barnsins stígur fram: Honum finnst skrýtið að fullorðið fólk leggi börn í einelti

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 15. júní 2021 18:39

Samsett mynd. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri/Birna Gylfadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Gylfadóttir er móðir annars barnsins sem var skilið útundan við verðlaunaafhendingu þegar nemendur útskrifuðust úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri á dögunum.

Af átta nemendum sem voru að útskrifast úr 10. bekk voru sex kallaðir upp á svið við skólaslitin og fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur eða dugnað og eljusemi. Tvö börn sátu eftir, annað þeirra barn Birnu.

DV ræddi í gær nafnlaust við Birnu og móður hins barnsins sem var báðum afar misboðið. Fregnir af málinu hafa vakið gríðarlega athygli og nú hefur Birna ákveðið að stíga fram undir nafni.

Öll börn nema tvö verðlaunuð við útskrift úr grunnskóla: „Þetta er með því ljótara sem ég hef séð“

Í samtali við DV segir hún að syni sínum hafi fundist uppákoman öll mjög sár. „Hann sagði að þetta hefði verið leiðinlegt og honum finnst skrýtið að fullorðið fólk leggur börn í einelti þegar krökkum er bannað að gera það,“ segir hún.

Foreldrar verða að standa í fæturna

Birna birti ennfremur færslu á Facebook fyrir stundu þar sem hún segist vera önnur móðirin sem rætt var við nafnlaust í fyrri fréttinni. „Ég er mamman sem svaraði ekki skólanum. Ég er mamman sem titraði af reiði við útskrift 10. bekkjar þann 9. júní,“ skrifar hún í færslu á Facebook fyrir stundu. „Ég er mamman sem útskrifaðist varla úr grunnskólanum.“

Hún segir síðustu daga hafa einkennst af kvíða og pirringi. „Það hefur ekkert komist að annað en reiði yfir því að krakkinn minn var skilinn útundan af fullorðnu fólki. En allt þetta rennur ljúflega til hliðar þegar þú áttar þig á því að ef þú stendur ekki með barninu þínu, hver gerir það þá? Ef þú gerir ekkert í þessu og ert með í þögguninni, verður þetta þá ekki bara eins næst? Eini munurinn er að þá grætur næsta barn en ekki þitt.“

Stoppum þetta núna

Í grein DV sem birtist í gær kom fram að móðir annars barnsins hefði fengið afsökunarbeiðni frá skólanum en hin móðirin hefði verið of reið til að svara símanum þegar hún sá að hringt var í hana frá skólanum. Sú móðir er Birna og hún sagði þá, og segir aftur að engin afsökunarbeiðni geti bætt fyrir þann skaða sem hefur átt sér stað gagnvart börnunum.

Hún bendir líka á að viðlíka mál hafi komið upp víða um land, að meirihluti barna sé kallaður upp við útskrift og fái verðlaun en örfá börn sitji eftir í salnum og fái engan viðurkenningu.

„Nei, þetta stoppum við núna. Það verður ekkert næst. Það þaggar enginn niður í mér. Ef mín frekja kemur í veg fyrir að þetta gerist aftur þá skal ég glöð taka gagnrýni. Ég er ekki í vinsældakeppni … Ég er ekki að þessu til að sverta einn né neinn,“ segir hún í færslunni og bendir á að þessi mál eigi það sameiginlegt með vegakerfinu að það þarf alvarlegt slys til að farið sé í endurbætur.

„Ef þetta gerist aldrei aftur er tilganginum náð,“ skrifar hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga