fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Fréttir

Braut ítrekað gegn barnsmóður sinni fyrir framan börn þeirra

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 09:00

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á dögunum karlmann í 14 mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður. Maðurinn var dæmdur fyrir líkamsárás, stórfelld brot í nánu sambandi, brot á nálgunarbanni og brot gegn barnaverndarlögum en brotin áttu sér oft stað í viðurvist barna þeirra.

Manninum var gefið að sök að ítrekað hafa beitt barnsmóður sína andlegu ofbeldi og brotið nálgunarbann sem hún var með á hann. Hann öskraði oft á barnsmóðurina fyrir framan börnin en orðin voru til þess fallin að móðga hana og smána.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa ruðst inn á heimili þar sem barnsmóðir hans var ásamt börnum þeirra og hrækt framan í hana. Hún hörfaði inn í svefnherbergi en maðurinn elti hana, greip og togaði í hana, sló hana í vinstri rasskinn svo hún hlaut áverka, ýtti henni tvisvar og stóð yfir henni með krepptan hnefa. Maðurinn fór ekki fyrr en tvö af börnum þeirra skriðu upp í fang móðurinnar.

Maðurinn játaði brot sín gegn barnsmóður sinni og börnum þeirra og var dæmdur til að greiða þeim miskabætur, barnsmóður sinni 1.500.000 króna og fjórum börnum sínum 500.000 krónur hvert fyrir sig. Börnin eru fjögur talsins, þrjú þeirra áttu þau saman og eitt átti maðurinn fyrir.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir líkamsárás á annan mann sem hann sló í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut vægan heilahristing, tognun á hnakka og mar í andliti. Maðurinn neitaði sök en var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 250.000 krónur í miskabætur.

Sakaferill mannsins nær allt aftur til ársins 2005 en hann hefur alls verið dæmdur átta sinnum, ýmist fyrir umferðarlagabrot eða líkamsárásir.

Dóminn má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingur er ánægður með styttingu vinnuvikunnar – Opinberir starfsmenn ánægðastir

Rúmlega helmingur er ánægður með styttingu vinnuvikunnar – Opinberir starfsmenn ánægðastir
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Að minnsta kosti 145 smit í gær

Að minnsta kosti 145 smit í gær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sveitarstjóri Súðavíkur féll í á og slasaðist

Sveitarstjóri Súðavíkur féll í á og slasaðist