fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
Fréttir

Biður Sölva afsökunar – „Þetta er það versta sem maður getur gert og mér leið rosalega illa yfir því“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. maí 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Axel Ólafsson, einn af þáttastjórnendum morgunþáttarins Ísland vaknar á k100 vill biðja Sölva Tryggvason afsökunar á að hafa dreift rætinni kjaftasögu um að Sölvi hafi verið handtekinn fyrir að beita konu ofbeldi.

„Þetta er náttúrulega svolítið merkilegt hvað svona getur gerst á stuttum tíma,“ sagði Jón Axel í þættinum í dag og vísaði til þess hversu hratt kjaftasögurnar geta dreifst í samfélaginu.

„Ég verð að biðja Sölva Tryggva afsökunar og mér líður ekki vel eftir að hafa séð þetta viðtal,“ hélt Jón áfram og vísaði til nýjasta þáttar af hlaðvarpi Sölva þar sem hann sjálfur stígur fram sem gestur og ræðir um kjaftasöguna og þau áhrif sem hún hefur haft á líf hans.

Jón segir að hann hafi tekið söguna trúanlega og tekið þátt í að dreifa henni.

„Þetta er það versta sem maður getur gert og mér leið rosalega illa yfir því. Ég þarf að biðja Sölva Tryggvason afsökunar næst þegar ég hitti hann.“

Jón segir erfitt að ræða mál sem varða samskipti tveggja einstaklinga.

„Maður er aldrei á staðnum. Maður veit aldrei allar hliðar málsins. Maður veit aldrei hvað er búið að segja og hvað er búið að gera og maður veit aldrei hver sannleikurinn er. Kannski eru bara þrjár hliðar á öllum málum eins og einhver sagði?“

Í þættinum var spilað brot úr áðurnefndum hlaðvarpsþætti þar sem Sölvi brotnaði saman þegar hann lýsti því hversu mikils virði það hefur verið hjá honum undanfarið að fá stuðning frá fyrrverandi ástkonum.

„Konur sem hafa verið í ástarsamböndum með mér hringdu í mig og þá hrundi ég saman í hvert einasta skiptið því mér er búið að líða eins og ég sé skrímsli í augum kvenfólks og mér þótti ótrúlega vænt um það þegar ég fæ skilaboð frá konum sem hafa búið með mér og þekkja mig út og inn og þær segja: Sölvi (Sölvi brotnar saman og þarf að berjast við að klára setninguna) eitt veit ég um þig eftir að hafa verið með þér allan þennan tíma. Þú ert ekki svona.“

Sölvi sagði jafnframt að í svona aðstæðum sé auðvelt að byrja að vantreysta sjálfum sér.

„Maður byrjar að efast um að hvaða mann maður hefur að geyma og þegar önnur manneskja, sérstaklega kvenmaður, segir svona við mann, þá trúir maður því. Það er búið að vera erfitt fyrir. mig að trúa því sjálfur.“

Sjá einnig: Sölvi stígur fram í einstöku viðtali og afhjúpar söguburðinn – „Mér var hótað mannorðsmissi“

Gestur Íslands vaknar að þessu sinni var Björn Steinbekk sem gekk í gegnum opinbera smánun í kjölfar þess hann gat ekki staðið við gefin loforð um miða á landsleik Íslands og Frakklands á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2016. Hann segir verst að hugsa til þess að áhrifavaldur nokkur, sem væntanlega er Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari, hafi nýtt kjaftasöguna um Sölva til að afla sér fylgis á Instagram.

„Við erum kominn inn í þjóðfélag þar sem að fólk hendir hlutum fram á internetinu eða í smáskilaboðum, inn á Twitter að einhvers staðar, sem það hefur akkúrat enga hugmynd um og það sem er orðið alvarlegra við þetta ástand í dag er það að fólk er að leita sér sjálft að auknu fylgi, auknu vægi í einhverri umræðu, út á kjaftasögur, út á hluti sem það þekkir ekki og það er í rauninni það fólk sem á að skammast sín mest.

Ég sé einhverja crossfit manneskju sem ég leit upp til fyrir nokkrum vikum síðan, fara hamförum þegar þessi kjaftasaga fer af stað og mér skilst að hún hafi sagt að hún hafi þekkt fórnarlambið í þokkabót. Og við erum að tala um það að það er farið af stað til að fá athygli inn á Instagram til að sækja sögur af : Hefurðu lent í ofbeldi frá frægum einstaklingum. Hvert erum við komin þegar fólkið hoppar á vagninn til að ýta undir sitt eigið fylgi, til að ná sér í fleiri læk, til að fá einhverja fróun út úr því að um 7000 manns eru búnir að sjá eitthvert story hjá þér. Þetta er bara stórhættulegt.“

Sjá einnig: Ólöf Tara harðlega gagnrýnd eftir sögurnar um Sölva – „Sýndu smá auðmýkt og taktu ábyrgð“

Björn segir að hann sé enn að vinna úr sinni eigin reynslu. Hann hafi glímt við sjálfsvígshugsanir og þurft að leggjast inn á geðdeild. Hann hafi glímt við svefnleysi, stoðkerfi hans hafi hrunið og almennt hafi þessi reynsla verið ákaflega þungbær. Hann kveðst skilja vel að fólk hafi verið sárt, enda hafi Ísland verið að standa sig vel á EM þegar miðaklúðrið átti sér stað.

„En að fólk hafi verið að toga í hárið á konunni minni, hrækja á hana og lemja hana þegar við vorum að reyna að afhenda þeim miðana sína það segir bara sjálft hvað gekk í raun og veru á. Við höfum bara aldrei talað um þetta.“

Hann segir að margir séu líklega að segja Sölva í dag að reyna að leiða kjaftasöguna hjá sér og halda áfram með lífið. Hins vegar sé staðan ekki það auðveld. Það sé ekki hægt að leiða annað eins hjá sér.

„Þetta tekur tíma. En það sem hann á að gera er að hann á ekki að skammast sín. Þú verður að taka einhvern veginn skömmina út úr þessu. Hann gerði ekkert rangt.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu

Bólusetning vinsælli en tónleikar Ed Sheeran – Röð að Glæsibæ þrátt fyrir lélega mætingu
Fréttir
Í gær

Ný skimunarstöð fyrir Covid-19 í Reykjanesbæ

Ný skimunarstöð fyrir Covid-19 í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“

Íslendingar missa sig yfir stærsta lottóvinning Íslandssögunnar – „Var að frétta að Sigríður Andersen hafi verið að vinna 1,2 milljarða“
Fréttir
Í gær

Margir hyggjast halda jól á Tenerife

Margir hyggjast halda jól á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Bergþór biðjast afsökunar á ummælum sínum – „Pælingin okkar var aldrei að verja nauðgara“

Snorri og Bergþór biðjast afsökunar á ummælum sínum – „Pælingin okkar var aldrei að verja nauðgara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismálið: Anton Kristinn ekki lengur grunaður um aðild – Málið formlega fellt niður

Rauðagerðismálið: Anton Kristinn ekki lengur grunaður um aðild – Málið formlega fellt niður