fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fréttir

Rauðagerðismálið: Angjelin var með byssuna nokkrum vikum fyrir morðið – „Ég vona að þetta veki spurningar hjá fleirum en mér“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. maí 2021 10:50

Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armandos. Skjáskot Stöð 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albaninn Angjelin Sterkaj, sem játað hefur morð á samlanda sínum, Armando Bequiri, fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði, laugardagskvöldið 13. febrúar, var með morðvopnið í fórum sínum þremur vikum fyrir morðið og var lögreglu kunnugt um það. Þetta kemur fram í umfjöllun Kompáss á Stöð 2 um skipulagða glæpsastarfsemi á Íslandi.

Stöð 2 mun á þriðjudagskvöld birta viðtal við ekkju Armandos, Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur. Angjelin var eftirlýstur í Albaníu vegna alvarlegra glæpa en íslensk stjórnvöld neituðu að framselja hann þar sem ekki er í gildi framsalssamningur milli þjóðanna. Um þetta segir Þóranna við Stöð 2:

„Ég vona að þetta veki spurningar hjá fleirum en mér, að fólk geti ekki gengið um hér eftir að hafa framið hrottalega glæpi einhvers staðar annars staðar.“

Í þætti Kompáss kemur fram að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi hafi aukist hér. Starfandi séu um 15 skipulagðir glæpahópar og í sumum þeirra séu um 30 meðlimir. Þetta er alþjóðleg blanda en margir meðlimanna eru frá Austur-Evrópu og Albaníu.

Meðal glæpanna sem hóparnir stunda eru fíkniefnaframleiðsla, peningaþvætti og vændi. Fram kemur í þættinum að lögreglan hafi frá 2018 til 2021 lagt hald á fíkniefni að verðmæti um 1 milljarð króna, en áætlað er að það sé um 10% af fíkniefnum í umferð.

Margir undirheimamenn hafa vopnast en að sögn lögreglu hafa þeir fremur áform um að beita vopnum hver gegn öðrum en gegn almenningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir greinst með indverska afbrigðið

Tveir greinst með indverska afbrigðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö smit utan sóttkvíar

Tvö smit utan sóttkvíar