fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Covid smit í Sky Lagoon – Gestir beðnir að fara mjög varlega

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 10:10

mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Lagoon, nýr lúxus baðstaður á Kársnesi í Kópavogi, ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum en hann opnaði með þó nokkrum látum í lok apríl. Þúsundir hafa síðan heimsótt baðstaðinn, flestir vopnaðir myndavélum enda þykir staðurinn Instagram-vænn með eindæmum.

Samkvæmt heimildum DV var Covid-19 smitaður einstaklingur meðal gesta síðastliðinn sunnudag og hafa gestir sem heimsóttu staðinn þann dag verið skikkaðir í sýnatöku. Þó virðist enginn hafa verið sendur í sóttkví vegna málsins, að svo stöddu.

Í samtali við DV segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon, að smitrakningateymið hafi haft samband við sig. „Við fengum símtal frá smitrakningateyminu sem staðfesti að gestur sem var hjá okkur á sunnudag hefði greinst jákvæður af Covid,“ útskýrir Dagný.

„Við erum búin að hafa samband við þá sem voru hér hjá okkur þá,“ segir Dagný. „Eina sem smitrakningateymið bað okkur um að gera var að biðja gesti sem voru hjá okkur að fara varlega.“

Í samtali við blaðamann sagði ónafngreindur gestur sem stakk sér til sunds á sunnudag í Sky Lagoon að hann hefði einnig verið beðinn um að fara í skimun, en hann hefði litlar áhyggjur af stöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
Fréttir
Í gær

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald

Varaþingmaður Flokks fólksins fordæmir blóðmerahald