fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Nýr ritstjóri ráðinn á DV – „Ég verð alltaf skákmaður sem vinn við blaðamennsku“

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 14. maí 2021 13:04

Björn Þorfinnsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Þorfinnsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV og tekur við  af Þorbjörgu Marinósdóttur sem lét nýverið af störfum.

Björn hóf störf sem blaðamaður á DV í byrjun árs 2015 og gegndi síðar stöðu fréttastjóra hjá miðlinum. Þá hefur hann starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu, en lauk þar störfum í byrjun árs.

„Ég ólst upp sem blaðamaður á DV og þykir afar vænt um þennan miðil. Ég er því afar spenntur að fá tækifæri til að móta stefnu og ásýnd DV til framtíðar og vinna með því öfluga fólki sem starfar á miðlinum í dag,“ segir Björn.

„Aðsóknin á dv.is er gríðarleg og því er um að ræða ótrúlega sterkan vettvang til þess að koma á framfæri fréttum og sögum fólks sem eiga erindi við samfélagið og hrista jafnvel upp í því. Mitt helsta markmið að freista þess að styrkja fréttahluta miðilsins enn frekar og bjóða lesendum upp á góða blöndu af fréttum og afþreyingarefni,“ segir Björn.

Björn er í hópi sterkustu skákmanna landsins og er fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann státar af alþjóðlegum meistaratitli í íþróttinni sem og tveimur áföngum af þremur að stórmeistaratitli. „Eflaust verður af og til fjallað um skák í DV enda fjölmargt skemmtilegt og áhugavert sem gerist í því samfélagi eins og öllum öðrum. Að sama skapi þýðir þetta nýja starf ekki að ég muni gefa  drauminn um stórmeistaratitilinn upp á bátinn enda þarf maður ekki að hætta í skák útaf aldri eða hnémeiðslum. Ég verð alltaf skákmaður sem vinn við blaðamennsku.“

„Það er mikill akkur fyrir DV að fá Björn Þorfinnsson til starfa. Það er einnig ánægjulegt að hann skuli aftur vera genginn í raðir starfsmanna Torgs. Með ráðningu hans mun DV halda áfram að sækja fram, hvoru tveggja sem frétta- og afþreyingarmiðill“, segir Björn Víglundsson forstjóri Torgs, útgefanda DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar