fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Herdís opnar sig um lífshættulega árás leigjandans á neðri hæðinni – „Ég veit hvað þú gerðir í gær. Ég ætla að drepa þig!“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 1. maí 2021 12:46

Herdís Anna Þorvaldsdóttir - Til hægri má sjá skjáskot úr Íslandi í dag en þetta er gangurinn þar sem árásin fór fram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varaþingmaðurinn Herdís Anna Þorvaldsdóttir opnar sig upp á gátt í viðtali við Morgunblaðið um það þegar leigjandinn á neðri hæðinni réðst á hana á mánudagsmorgni fyrir um ári síðan.

Þann 15. júní í fyrra var Herdís að setja í þvottavél heima hjá sér þegar hún heyrði að einhver bankaði og gekk svo inn. „Ég kíki út um glugg­ann á baðinu og sé að bíll ná­grann­ans er heima og hélt að hann væri að koma í kaffi. Ég labba fram á gang og sé þá mann standa í dyr­un­um. Hann öskr­ar: „Ég veit hvað þú gerðir í gær. Ég ætla að drepa þig!“ Svo geng­ur hann á móti mér og ég á móti hon­um en kemst ekki fram hjá hon­um, þannig að ég bakka,“ seg­ir Her­dís í viðtalinu við Morgunblaðið.

„Ég var smá­tíma að átta mig á því hver þetta væri. Og hvað væri að ger­ast. Hann er hár, stór og sterk­ur og með hníf á lofti. Ég öskraði rosa­lega hátt þris­var, og horfði fram­an í hann en það voru eng­in viðbrögð. Það var eng­inn í hús­inu og ég áttaði mig fljótt á því að eng­inn myndi heyra í mér þannig að ég hætti að öskra. Ég áttaði mig á því að ég væri bara að eyða orku og þetta væri ekki að hafa letj­andi áhrif á hann.“

Maðurinn var kominn inn til hennar með hnífinn á lofti og sveiflaði honum í átt að höfði hennar. Herdís setti höndina fyrir og greip hnífinn og fékk djúpan skurð sem náðu niður a ðbeini. . „Hönd­in skarst bara í sund­ur, al­veg inn í miðjan lófa.“

„Ég sleppi þér núna!“

Næst setti maðurinn hnífinn að hálsi Herdísar en hún hugsaði með sér að þarna væri lífið bara búið. Hún náði sem betur fer að koma sér undan hnífnum. Þá stakk maðurinn hana í lærið en alls var hún með 11 stungusár eftir árásina.

„Sjáöld­ur augna hans voru svo þanin af neyslu að hann minnti mig á rán­dýr. Þá man ég eft­ir nátt­úru­lífs­mynd, og ég heyrði bara nán­ast rödd­ina í Atten­borough segja frá dýra­teg­und sem leik­ur sig líf­vana til að minnka árás­ar­hneigð rán­dýrs­ins. Ég átti ekki mik­inn séns þegar þarna var komið sögu. Ég var orðin mikið slæpt og það var ekki margt í stöðunni,“ seg­ir Her­dís en hún lét sig detta niður á gólf.

Hún segist ekki hafa vitað hvort hún myndi lifa þetta af. „Ég vonaði að hann sæi ekki hjartað berj­ast í gegn­um rif­bein­in eða heyrði and­ar­drátt­inn. Þá öskr­ar hann: „Ég sleppi þér núna!“ Og svo labb­ar hann út.“

„Þetta hefði ekki þurft að gerast“

Herdís náði að hringja í neyðarlínuna og fá sjúkrabíl. Þá mætti sérsveitin líka og skaut manninn með gúmmíkúlum og sprautaði hann með táragasi. „Hann var al­veg brjálaður. Ég held hann hafi náð að sprauta sig aft­ur eft­ir árás­ina, því það var sprautu­nál í vask­in­um í eld­hús­inu sem er við inn­gang­inn. Hann var alla vega brjálæðis­lega ör þegar þeir koma,“ segir hún.

Maðurinn var dæmdur í 6 og hálfs árs fangelsi fyrir til­raun til mann­dráps, al­var­lega lík­ams­árás og frels­is­svipt­ingu. Herdís segir að í réttarkerfinu séu brotalamir. Maðurinn sem réðst á hana hafði nýlega verið gripinn af lögreglunni fyrir aðra árás. „Tveim­ur mánuðum áður en hann réðst á mig, hafði hann tekið mann í gísl­ingu í sautján klukku­tíma og barið hann með kúbeini. Lög­regl­an kom að hon­um í verknaðinum. Eng­inn veit hvernig það hefði ann­ars endað,“ segir hún en það truflar hana að maðurinn hafi gengið laus..

„Hann ógnaði ör­yggi sam­borg­ara ít­rekað og meiddi fólk. Ítrekað. Og breytti ekki hegðun sinni. Það eru lög sem var hægt að beita, en var ekki gert; þarna þarf að skoða verklagið hjá ákæru­vald­inu. Þetta hefði ekki þurft að gerast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni