fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Konan í farsóttarhúsinu sem lagði ríkið stígur fram – Flaug út til að jarða móður sína – „Þetta er frelsissvipting, þetta er hræðilegt“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 14:00

Farsóttarhús stjórnvalda. mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við dóttir mín enduðum svo í farsóttahúsi, eftir að hafa farið til Serbíu til að jarða móður mína og verið þar aðeins í sex daga.“ Þannig hefst færsla konu sem átti eftir að sigra ríkið í málaferlum um nauðungarvistun ferðamanna í sóttvarnarhúsi stjórnvalda í Fosshóteli.

Í færslunni lýsir hún upplifun sinni af skyldudvöl sinni og varpar ljósi á þær aðstæður sem að lokum soguðu hana inn í atburðarás sem öll þjóðin fylgdist með.

„Okkur var fylgt í gærkvöldi með öðrum farþegum í lögreglufylgd frá flugvellinum að hótelinu þar sem enn meiri fjöldi lögreglu og starfsmanna beið okkar. Frá því augnabliki vorum við svipt frelsi okkar,“ skrifar konan.

Hún heldur áfram:

Við komum til landsins með neikvætt PCR próf og vorum prófuð strax í Keflavík aftur. Í dag fengum við neikvæða niðurstöðu. Ég hringdi í Rauða krossinn og þeir gáfu mér samband við starfsmann hótelsins, til að biðja þá um að leyfa okkur að fara heim. Ég og dóttir mín búum einar og enginn væri í hættu á að smitast frá okkur. Svarið var nei.

Konan segist þá hafa beðið um að fá að fara út í ferskt loft. „Svarið var líka nei.“

„Allt þetta er mjög erfitt andlega fyrir mig, og sérstaklega fyrir barn í kynþroska. Ég fylgist alltaf með reglunum, en þetta er of mikið,“ sagði konan. „Þetta er frelsissvipting, þetta er hræðilegt,“ skrifar hún að lokum.

Færsluna skrifaði konan er hún dvaldi á farsóttahúsinu.

Öskraði úr gleði við sigurinn

Konunni og dóttur hennar var sleppt úr haldi í farsóttahúsinu í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um ólögmæti aðgerða stjórnvalda. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gærmorgun að hann hefði kært úrskurðinn til Landsréttar og er von á niðurstöðu þar í dag.

Reyndar er það svo að skyldusóttkví þeirra mæðgna rann út í gær, og er því líklegt að Landsréttur vísi máli þeirra frá, enda engir lögvarðir hagsmunir til staðar lengur.

Konan segist aldrei hafa upplifað aðra eins gleði og þegar lögmaður hennar hringdi í hana með þær fréttir að hún væri frjáls. „Ég fór út og öskraði úr gleði. Ég var mjög mjög glöð. Ég hef aldrei upplifað annað eins.“

Konan, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist hafa flogið til Serbíu til þess að jarða móður sína sem lést nýverið. Hún flaug út í gegnum Frankfurt en heim í gegnum Varsjá í Póllandi. Aðspurð hvort hún hafi vitað af því þegar hún kom til landsins að hún þyrfti að taka út sína sóttkví í farsóttahúsi svarar konan neitandi. „Nei, alls ekki. Enginn hafði sagt okkur það.“

Dvölin á Fosshóteli var hryllingur

Konan segist ekki hafa haft neinn tíma til þess að fylgjast með fréttum, enda hafi hún verið að skipuleggja jarðarför. „Mamma mín átti bara mig. Ég þurfti að sjá um allt tengt jarðarförinni.“ útskýrir konan. „Ég tók PCR prófið úti og fór svo bara í flugið. Ég gerði bara ráð fyrir því að fara heim til mín í sóttkví með dóttur mína.“

„Við erum bara tvær, dóttir mín og ég, við búum einar,“ segir konan sem segist vel hefði getað tekið út sína sóttkví heima án þess að smita nokkurn mann.

Dvölinni á Fosshótelinu lýsir konan sem hryllingi. „Þetta var alveg hræðilegt. Ekkert loft, við máttum ekkert fara út. Fangar fá þó að fara út, en ekki við og maturinn alltaf kaldur og vondur.“

Konan segir það mikilvægt að það komi fram að hún hefði aldrei ferðast með 13 ára dóttur sína á Covid tímum nema til þess að sækja jarðarför hjá móður sinni og ömmu dóttur sinnar í Serbíu.

Mæðgurnar losnuðu úr sóttkví í gær, sem fyrr segir, og eru því frjálsar ferða sinna með öllu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun