fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Framvísaði vottorði um mótefni við komuna til Íslands – Hefur nú greinst með veiruna hér á landi

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 14:59

Frá skimun á Keflavíkurflugvelli. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það blasti ófögur sjón við landsmönnum sem litu á fréttamiðla í morgun til að sjá nýjustu tölur kórónuveirasmita hér á landi, 11 smit og 6 af þeim utan sóttkvíar. Nú er grunur um að einstaklingur sem framvísaði mótefnavottorði á landamærunum hafi smitast aftur af veirunni við komuna til landsins.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í samtali við DV að verið sé að skoða alla möguleika þegar kemur að því hvernig þetta hópsmit byrjaði.  „Það er verið að kanna þetta,“ segir hún.

Blaðamaður spurði hvort það gæti verið að einstaklingurinn sem um ræðir hafi ekki fengið veiruna áður og að vottorðið væri þá falsað. „Það er verið að kanna allt, það er verið að raðgreina smitið og þar af leiðandi komumst við vonandi að því hvernig er í pottinn búið. En vottorðið virtist vera bara eins og það átti að vera.“

Hjördís segir að það sé mjög óvenjulegt að fólk sem áður hefur fengið veiruna smitist aftur af henni. „Mjög óvenjulegt, ef það er,“ segir hún en einstaklingurinn sem framvísaði vottorðinu um mótefni greindist þrátt fyrir það með smit hér á landi. „Hann greinist með Covid en þú getur greinst með ákveðin gildi og allt þetta, við erum bara að skoða allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“