fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Sara hjólar í Barnaverndarnefnd og segir aðferðirnar vera grimmilegar – „Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leyfir þessum börnum ekki að hitta foreldra sína“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 17:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ímyndaðu þér að veikjast alvarlega. Vera haldin/n krónískum sjúkdómi sem leiðir margar miljónir manna til dauða á ári hverju um allan heim. Sjúkdómurinn er sérstaklega þjáningarfullur og sviptir fólk iðulega mannlegri reisn. Stjórnleysið tekur yfir. Hinn veiki hverfur smátt og smátt frá ástvinum sínum, inn í hyldýpið sem virkur alkóhólismi er.“

Svona hefst pistill sem lögmaðurinn Sara Pálsdóttir skrifar en pistillinn birtist á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Grimmi­legar um­gengni­stálmanir Barna­verndar­nefndar Reykja­víkur“. Eins og yfirskriftin gefur til kynna talar Sara um Barnaverndarnefn Reykjavíkur í pistlinum. Sara talar um foreldri sem glímir við alkahólisma og hefur vegna þess ekki fengið að hitta barnið sitt. Hún skrifar pistilinn til lesenda og biður þá um að ímynda sér að vera foreldrið sem um ræðir.

Sara segir foreldrið sem um ræðir ekki hafa gefist upp fyrir sjúkdómnum heldur hafi það komið sér aftur á strik. Eftir það steig Barnaverndarnefnd í leikinn. „Barnavernd stígur inn í. Án nokkurrar umhugsunar er barnið þitt tekið af heimilinu og vistað utan heimilis. Þú gerir allt sem í þínu valdi stendur til að ná bata frá sjúkdómnum, svo þú getir fengið barnið þitt aftur. Verður edrú, ferð að líða betur, stendur þig vel,“ segir hún í pistlinum.

Þá segir Sara að foreldrið hafi mætti í óboðuð vímuefnapróf hjá nefndinni og viðtöl. Það þráir að fá barnið sitt til baka, ekkert skiptir það meira máli og því gerir það allt til að stuðla að því. Sara segir foreldrið hafa orðið edrú en þrátt fyrir það hafi það ekki fengið barnið aftur.

„Barnavernd sakar þig um neyslu, þrátt fyrir að þú sért að skila hreinum vímuefnaprufum. Barnavernd segir þig vera ósamstarfsfúsa/n, þrátt fyrir að þú sért að gera allt sem þú getur til að vera í góðu samstarfi. Samþykkir allt sem barnavernd leggur til, enda erfitt fyrir brotinn alkóhólista að segja nei við heilt stjórnvald sem hefur ægivald yfir barninu þínu. „Ef þú samþykkir þetta ekki verður bara úrskurðað gegn þér“ – er viðkvæðið sem þú færð frá starfsmönnum barnaverndar. Skýrslur barnaverndar og úrskurðir nefndarinnar eru yfirfullir af rangfærslum, villandi ummælum og afbökun á sannleikanum. Skýrslur þessar eru lagðar fyrir dómstóla af barnavernd og dómstólar byggja niðurstöðuna á þeim, þrátt fyrir harkaleg mótmæli af þinni hálfu. Það hlustar enginn á þig.“

„Svona er þetta bara“

Sara segir að það skipti ekki máli þótt foreldrið hafi skilað tugum af hreinum vímuefnaprufum. „Starfsmenn barnaverndar trúa því samt að þú sért í neyslu og saka þig um að geta stjórnað því hvenær þú neytir og hvenær ekki, og getir þannig „undirbúið þig“ undir hverja vímuefnaprufu með því einfaldlega að hætta neyslu fyrirvaralaust. Að þú sem alkóhólisti, getir „leikið þennan leik“ ítrekað og jafnvel í tugi skipta yfir eins árs tímabil. Örvænting þín verður alger þegar þú áttar þig á því að það skiptir engu máli hvað þú gerir, búið er að taka ákvörðun um að taka frá þér barnið endanlega.“

Foreldrið sem um ræðir fær, samkvæmt Söru, ekki að hitta barnið sitt nema tvisvar á ári í tvær klukkustundir í senn. Þá þarf það að vera undir eftirliti og í sérstöku húsnæði Barnaverndarnefndar. „Jafnvel þótt þú sért edrú og í góðum bata. Jafnvel þótt ekkert tilefni sé til að takmarka umgengnina svo mikið. Engin gild ástæða fyrir því að banna barninu þínu að hitta þig, foreldri sitt. Þessi umgengni er ákvörðuð án rökstuðnings og samþykkt af úrskurðarnefnd velferðarmála, dómstólum og yfirvöldum. „Svona er þetta bara“.“

„Er hjarta ykkar orðið hart?“

Að lokum segir Sara lesendum að ímynda sér aftur að vera þetta foreldri sem fær aðeins að hitta barnið sitt tvisvar á ári. „Bara af því að þú glímdir við alvarleg veikindi, jafnvel bara tímabundið. Þú fékkst bara nokkra mánuði. Jafnvel þótt það dugði til að komast í bata, var það ekki nóg, því það var „mat starfsmanna barnaverndar“ að þú værir samt í neyslu. Svo varstu líka svo „ósamvinnufús“, að þeirra mati,“ segir hún.

„Forsjársvipt/ur. Þú óskar eftir því að fá að koma jólagjöfum til barnsins þíns. Nei, ekki heimilt, því næsta umgengni er ekki fyrr en um miðjan janúar eða kannski ekki fyrr en í júní. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leyfir þér ekki að hitta börnin þín. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leyfir þessum börnum ekki að hitta foreldra sína. Tvisvar á ári í tvær klukkustundir í senn, undir eftirliti, er normið. Þessi börn fá ekki að þekkja eða umgangast foreldra sína. Það er ekki hlustað á óskir barnanna, skýrsla talsmanns, aðeins formsatriði. Tengslin slitin fyrir fullt og allt, algert niðurbrot.“

Hún botnar þá pistilinn með því að spyrja hvernig samfélagið leyfi þessu að viðgangast. „Hvernig geta dómstólar, úrskurðarnefnd velferðarmála og stjórnvöld lagt blessun sína yfir þessi alvarlegu mannréttindabrot? Er hjarta ykkar orðið hart? Við verðum að gera betur. Kerfi sem sýnir viðlíka mannvonsku er vont kerfi. Við erum öll eitt. Við erum samfélag. Þetta eru börnin okkar allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun