fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Jón vill að Svandís segi af sér – „Ráðherra er ekki fara að bæta fyrir þetta tjón því þetta er gríðarleg fjárhæð“

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 11:30

Jón og Svandís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og lögmaður konu sem skikkuð var til að dvelja í sóttvarnarhúsi eftir komu til landsins erlendis frá segir í samtali við blaðamann DV að heilbrigðisráðherra geti aðeins axlað ábyrgð með einum hætti.

„Axla menn ábyrgð með því að fara heim til sín í tvo daga og segjast ætla að skammast sín? Það er ekki stjórnmálaleg nálgun á hlutunum. Á Norðurlöndunum er svona hlutum tekið mjög alvarlega. Þarna eru 200 manns sviptir frelsi án þess að það sé fullnægjanleg lagastoð fyrir því og það er lagður út gríðarlegur kostnaður fyrir þetta hótel. Allt þetta er gert á forsendum sem standa ekki. Ef að lögmaður stendur sig ekki þá þarf hann að bæta tjónið. Ráðherra er ekki fara að bæta fyrir þetta tjón því þetta er gríðarleg fjárhæð. Hver er þá hans ábyrgð og hvernig getur hann brugðist við?“ segir Jón þegar hann er spurður að því hvort heilbrigðisráðherra ætti að segja af sér.

Í úrskurðinum sem féll í gær í héraðsdómi Reykjavíkur segir að reglugerðin sem neyddi fólk sem kom frá ákveðnum hááhættusvæðum að dvelja í fimm daga í sóttvarnarhúsi, sé ólögmæt. Reglugerðin fer umfram þær heimildir sem heilbrigðisráðherra hefur samkvæmt sóttvarnarlögum sem samþykkt voru af Alþingi.

Jón sakar Svandísi um valdníðslu og að kasta milljörðum af peningum skattgreiðenda á glæ í pistil sem hann birti á heimasíðu sinni í dag.

„Framkvæmdin var einnig ámælisverð, þannig var fólki m.a. ekki kynnt réttarstaða sín og sóttvarnarlæknir, hafði ekki þann viðbúnað til að tryggja réttarstöðu fólks og réttláta málsmeðferð,sem og að taka stjórnvaldsákvarðanir um nauðungarvistun svo sem tilskilið er í lögunum. Það getur leitt til þess að fjöldi fólks geti sótt bótamál á hendur ríkinu.“

Jón er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og bendir á að það sé skylda hans sem lögmaður að taka við málum sem þessum sé leitað til hans. Einhverjir hafa haldið því fram að lögmennirnir sem tóku mál að sér varðandi sóttvarnarhúsið séu haldnir af gróðafíkn og að þeir væru að rífa niður heilbrigðiskerfið. Hann vísar þeim ásökunum á bug.

Í morgun hafa svo fallið ummæli um að setja ætti ný lög þar sem heimild stjórnvalda til þess að vista ferðamenn í sóttvarnarhúsi er gerð skýrari.

„Það er mikið óráð. Heimildir stjórnvalda eru nú þegar mjög rúmar. Dæmið um valdníðslu heilbrigðisráðherra sýna að það er ekki gott að hrapa að lagasetningu. Víðtækar breytingar voru gerðar á sóttvarnarlögum eftir vandaða meðferð Alþingis, þar sem m.a. voru sett inn ákvæði sem stuðluðu að því að úrskurðurinn féll með þeim hætti sem hann gerði í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Alþingi hefur mikinn sóma af þeim breytingum, sem urðu á frumvarpinu og setningu laganna í sátt allra þingflokka ef ég man rétt,“ segir Jón.

Jón segist vera með lausnina á þessum vanda sem sóttvarnarhúsin áttu að leysa. Ef heilbrigðisráðherra heldur að fólk sé að brjóta reglur um heimasóttkví, hvers vegna ekki grípa til þess ráðs sem einfaldast er og sennilega ódýrast að sögn Jóns.

„Að efla lögregluna þannig að hún geti sinnt störfum sínum betur í því sambandi verður að hafa í huga, að lögreglan hefur verið svo fjársvelt um langan tíma að öryggi fólks er hætta búin og erlendir ofstopamenn eru sakaðir um að hafa myrt tvo einstaklinga við heimili sín á Reykjavíkursvæðinu með stuttu millibili. Er ekki rétt að fólk hugi sérstaklega að þeirri vá, sem er hvað alvarlegust í þjóðfélaginu og bregðist við með eðlilegum hætti og efli lögregluna til að gæta öryggis borgaranna í stað þess að breyta þjóðfélaginu í eitt risastórt fangelsi vegna meintra brota hinna fáu,sem fámennt lögreglulið ræður ekki við að sinna sem skyldi vegna þess, að stjórnmálamenn hafa ekki sinnt þeirri frumskyldu sinni að gæta þess að lögreglan sé jafnan svo búin, að hún geti tryggt öryggi borgaranna og innanlandsfrið á grundvelli laganna,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mummi er svellkaldur sveitastrákur – Ég þekkti engan hinsegin þegar ég var að alast upp

Mummi er svellkaldur sveitastrákur – Ég þekkti engan hinsegin þegar ég var að alast upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt