fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Fjölmennt í fangageymslum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 06:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu manns voru í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hafði fólkið endað þar vegna ýmiskonar brota. Átta ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Ellefu kvartanir bárust vegna hávaða.

Kona slasaðist á andliti þegar hún datt fyrir utan veitingastað í Hlíðahverfi. Hún var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Fjórir voru handteknir í miðborginni eftir að akstur bifreiðar, sem fólkið var í, var stöðvaður. Bifreiðin reyndist vera stolin og fólkið allt í annarlegu ástandi. Ökumaðurinn reyndist auk þess vera sviptur ökuréttindum.

Í Garðabæ var brotist inn í fyrirtæki í nótt en ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Í Breiðholti voru tveir menn til vandræða í verslun þar sem þeir vildu ekki nota andlitsgrímur. Mennirnir voru í annarlegu ástandi. Eftir viðræður við lögregluna lofuðu þeir bót og betrum. Þrír voru handteknir í Breiðholti í nótt, grunaðir um líkamsárás og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Um þrjú aðskilin mál er að ræða.

Einn var handtekinn í Mosfellsbæ í nótt en sá er grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“