fbpx
Föstudagur 07.maí 2021
Fréttir

Fjölmennt í fangageymslum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 06:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu manns voru í fangageymslum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hafði fólkið endað þar vegna ýmiskonar brota. Átta ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Ellefu kvartanir bárust vegna hávaða.

Kona slasaðist á andliti þegar hún datt fyrir utan veitingastað í Hlíðahverfi. Hún var flutt með sjúkrabifreið á bráðadeild.

Fjórir voru handteknir í miðborginni eftir að akstur bifreiðar, sem fólkið var í, var stöðvaður. Bifreiðin reyndist vera stolin og fólkið allt í annarlegu ástandi. Ökumaðurinn reyndist auk þess vera sviptur ökuréttindum.

Í Garðabæ var brotist inn í fyrirtæki í nótt en ekki liggur fyrir hverju var stolið.

Í Breiðholti voru tveir menn til vandræða í verslun þar sem þeir vildu ekki nota andlitsgrímur. Mennirnir voru í annarlegu ástandi. Eftir viðræður við lögregluna lofuðu þeir bót og betrum. Þrír voru handteknir í Breiðholti í nótt, grunaðir um líkamsárás og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Um þrjú aðskilin mál er að ræða.

Einn var handtekinn í Mosfellsbæ í nótt en sá er grunaður um húsbrot og líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir umræðuna um Sölva litaða af gerendameðvirkni – „SÖRPRÆS OG SJOKKERANDI. Gerendur ofbeldis ljúga“

Segir umræðuna um Sölva litaða af gerendameðvirkni – „SÖRPRÆS OG SJOKKERANDI. Gerendur ofbeldis ljúga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Tvö smit í gær
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári
Fréttir
Í gær

Jónas sagður höfuðpaurinn í stóra læknadópmálinu – Parið talið hafa grætt 84 milljónir

Jónas sagður höfuðpaurinn í stóra læknadópmálinu – Parið talið hafa grætt 84 milljónir
Fréttir
Í gær

Hneykslaðir á fundarboði Sigríðar og ætla ekki að mæta – „Hratt stígur titill til höfuðs“

Hneykslaðir á fundarboði Sigríðar og ætla ekki að mæta – „Hratt stígur titill til höfuðs“