fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Vilja að Egill og Aðalsteinn verði framseldir úr landi

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 14:39

Skjáskot úr kvöldfréttum RÚV og mynd úr Fréttablaðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti tveir fyrrverandi starfsmenn Samherja eru á óskalista ákæruvaldsins í Namibíu. Ákæruvaldið vill fá starfsmennina, þá Egil Helga Árnason og Aðalstein Helgason, framselda til sín. Þetta er á meðal þess sem fram kom í málflutningu ríkissaksóknara landsins í dag en Stundin greindi frá hér á landi.

Stundin vísar í namibíska fjölmiðla en þar kemur fram að Egill og Aðalsteinn hefðu ekki komið fyrir dóminn í dag þar sem ríkið væri ekki búið að klára framsalsbeiðnir að fullu gegn þeim. Þetta gefur í skyn að namibíska ákæruvaldið vilji fá þá Egil og Helga framselda frá Íslandi svo hægt verði að rétta yfir þeim í Namibíu. Egill og Aðalsteinn eru báðir ákærðir í málinu sem um ræðir. Þeir eru ákærðir fyrir fjársvik eða tilraun til fjársvika og peningaþvætti.

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari á Íslandi, ræddi við Stundina um málið og var skýr í sínu máli: Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til Namibíu. „Lögin segja skýrt að íslensk stjórnvöld framselja ekki íslenska ríkisborgara til Namibíu,“ segir hann í samtali sínu við Stundina um málið.

Ástæðan fyrir því að þeir Egill og Aðalsteinn verða ekki framseldir til landsins er einföld, enginn framsalssamningur er í gildi á milli þessara tveggja landa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Í gær

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Í gær

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Í gær

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik