fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Fréttir

Þetta hafa Íslendingar að segja um „ómarkvissa“ blaðamannafundinn – „Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 16:50

Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í mars - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hélt í dag blaðamannafund vegna kórónuveirufaraldursins en veiran hefur verið í miklum uppgangi undanfarna daga. Fyrir fundinn var ljóst að fundurinn myndi aðallega fjalla um landamærin og bjuggust því margir við því að mun hertari aðgerðir á landamærunum yrðu tilkynntar á fundinum.

Þessar hertari aðgerðir sem ríkisstjórnin kynnti á fundinum voru ekki jafn harðar og margir höfðu vonast eftir. Héldu einhverjir að aðgerðirnar fælu í sér að fólk sem kæmi til landsins yrði skylt til að dvelja á sóttkvíarhótelum og var það gert, upp að vissu marki. Ríkisstjórnin kynnti nýtt litakóðunarkerfi en samkvæmt því þurfa aðeins þeir sem koma frá svokölluðum há-áhættusvæðum að dvelja á sóttvarnarhóteli.

Eins og alltaf þegar um svona blaðamannafundi fer þjóðin að tala saman, sumir gera það á kaffistofunni en aðrir halda á samfélagsmiðla. Samfélagsmiðillinn Twitter er yfirleitt vinsælastur þegar kemur að skoðanaskiptum um þessa fundi.

„Sendið bara alla í þetta goddamn sóttkvíarhótel,“ segir til að mynda einn Íslendingur og fleiri taka í svipaða strengi. Þá voru nokkrir sem furðuðu sig á fundinum og var til að mynda haft á orði að hann hafi verið „ómarkviss“. Einnig voru nokkrir sem bentu á kaldhæðnina í því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi „skammast“ í þá sem brutu sóttkví þegar hann var sjálfur staðinn að því að brjóta sóttvarnarlög um jólin.

Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar hafa að segja um fundinn í dag:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

„Ég er ekki rasisti“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Einn utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lagði á ráðin með móður sinni um að klína ofbeldinu á karlinn – Lögreglan í Vestmannaeyjum neitar að rannsaka málið

Lagði á ráðin með móður sinni um að klína ofbeldinu á karlinn – Lögreglan í Vestmannaeyjum neitar að rannsaka málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðrar tölur í kraganum: Bryndís upp, Jón niður – Arnar Þór úti en aðeins 37 atkvæðum frá öruggu þingsæti

Aðrar tölur í kraganum: Bryndís upp, Jón niður – Arnar Þór úti en aðeins 37 atkvæðum frá öruggu þingsæti