fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Forstjóri Play auglýsir laus störf hjá flugfélaginu – Segir að fyrsta flugið verði á þessu ári – „Bæng bæng“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 17. apríl 2021 12:16

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að flugfélagið Play hafi verið stofnað fyrir um einu og hálfu ári síðan hefur flugfélagið ekki enn farið í sína fyrstu flugferð. Eflaust voru stofnendur flugfélagsins grunlausir um að heimsfaraldur væri í nánd sem myndi setja stórt strik í flugfélög um heim allan. En nú er Play að auglýsa eftir fólki til að vinna fyrir félagið og forstjórinn segir að fyrsta flugið sé yfirvofandi.

„Ég hef aldrei verið eins spenntur fyrir neinu á ævinni eins og tækifærinu sem Play hefur til að ná árangri. Það er einhver sérstök orka sem umlykur fólkið sem vinnur nú hjá fyrirtækinu og fólkinu sem hefur fjárfest í því. Ótrúlegur metnaður og hungur í árangur. Rosalegur kraftur,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni deilir hann auglýsingu félagsins þar sem fram kemur að laus séu störf tveggja framkvæmdastjóra, annars vegar framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs og hins vegar framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Birgir segir í færslunni að ferlið verði erfitt, flókið og hratt en það kemur þó ekki í veg fyrir skemmtanagildið. „En djöfull sem þetta verður gaman!!“ segir hann. „Það er gríðarlegur heiður fyrir mig að fá að leiða þennan hóp og einhvernveginn finnst mér að allt sem ég hef gert hingað til hafi verið uppbygging að þessu verkefni. Viltu vera í þessari hljómsveit með okkur?“

„Þetta er alveg yfirvofandi.“

DV sló á þráðinn hjá Birgi og spurði hann út í auglýsinguna en hann sagði að hann gæti lítið talað um hana. „Það er eiginlega bara búið að múlbinda mig, ég eiginlega bara vil ekki kommenta á neitt umfram það sem við erum að segja í þessari auglýsingu. Þannig við ætlum í raun og veru ekkert að tala eða koma með neinar yfirlýsingar fyrr en þetta er allt niðurneglt og bara svona er þetta, bæng bæng bæng,“ segir Birgir í samtali við DV þegar hann var spurður út í auglýsinguna og hvernig stemningin væri í flugfélaginu.

Blaðamaður spyr þá Birgi hvers vegna búið sé að múlbinda hann svona og hann svarar því. „Við viljum ekki bulla. Við erum augljóslega ný í þessu og það eru komnir fullt af peningum þarna inn eins og kemur fram í þessari auglýsingu og við erum svona bara að fara yfir öll plönin og við munum ekki staðfesta neitt fyrr en þetta er allt niðurneglt.“

Að lokum er Birgir spurður að því sem flestir Íslendingar hugsa eflaust þegar þeir heyra talað um Play, er flugfélagið að fara á loft? Birgir svarar þeirri spurningu staðfastur. „Já, já, já. Þetta er alveg yfirvofandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar
Fréttir
Í gær

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna
Fréttir
Í gær

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári