fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Sjáðu myndina af fólki í stórhættu – „Notið almenna skynsemi“ segja almannavarnir

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 14:16

mynd/samsett Valli og Almannavarnir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórhættulegt getur verið að nálgast hraunið á gosstöðvunum í Geldingadal og Meradölum en töluvert hefur borið á því að almenningur hafi farið langt inn fyrir skilgreint hættusvæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum nú rétt í þessu.

Skilgreint hættusvæði er afmarkað svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið á gosstöðvum, segir í tilkynningunni. „Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Því má segja að hættusvæðið sé í raun stærra en það sem er merkt á kortinu því það fylgja einnig aðrar hættur á svæðinu sem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass.  Því er fólk beðið um að nota almenna skynsemi og meta aðstæður á svæðinu hverju sinni.“

Á meðfylgjandi mynd hér að neðan má sjá hve hratt hraunið breiðir úr sér. Á myndinni til vinstri má sjá fólk komið inn á svæði sem hraunið hafði aðeins einni klukkustund síðar gleypt, líkt og sjá má á myndinni til hægri. Á fyrri myndinni má sjá að minnsta kosti 17 einstaklinga standandi þar sem glóandi hraun liggur á seinni myndinni.

mynd/almannavarnir

Skilgreint hættusvæði má sjá á korti sem almannavarnir hafa gefið út, til dæmis á Facebook síðu sinni.

https://www.facebook.com/Almannavarnir/posts/4259086764123074

Upplýsingar um opnun og lokun svæðisins eru jafnframt birtar á Facebook síðu lögreglunnar á Suðurnesjum, sem nálgast má hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi

Bætir í snjókomuna í dag – Gul viðvörun í gildi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta
Fréttir
Í gær

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?
Fréttir
Í gær

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur

Katrín og Ragnar leggja saman krafta sína aftur