fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Starfsmaður Landspítalans greindist með Covid-smit í gær – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður á Landspítalanum greindist með Covid-19 í gær. Vísir.is greinir frá þessu.

Var hópur starfsmanna og sjúklinga sendur í sýnatöku vegna þessara tíðinda. Deild þar sem smitið kom upp hefur verið lokað.

Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að smitrakning standi yfir og búast megi við niðurstöðum úr sýnatöku síðar í dag.

Anna segir jafnframt að viðkomandi starfsmaður hafi ekki verið að koma frá útlöndum og þetta sýni að veiran sé úti í samfélaginu.

Þetta er fyrsta innanlandsmit af Covid-19 sem greinist síðan 26. febrúar.

Í stuttu samtali við DV sagðist Anna ekki vita hvort mótefnamælingu á starfsmanninum væri lokið. „Þetta er allt að gerast núna,“ sagði hún. Betri upplýsingar um málið munu því liggja fyrir síðar í dag.

Uppfært kl. 14:50

Samkvæmt frétt RÚV er deildin sem smitaði starfsmaðurinn vinnur á göngudeild smitsjúkdóma, ofnæmis og lungnasjúkdóma. Um 50 manns eru hugsanlega útsett fyrir smiti og hafa verið send í sóttkví og sýnatöku. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar, er ekki vitað til þess enn að neinn hafi smitast af starfsmanninum.

Uppfært kl. 16:30

Fréttablaðið hefur eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans, að ólíklegt sé að smit starfsmannsins sé gamalt. Það gæti verið tengt ákveðnu landamærasmiti, sem vitað er af.

„Við­komandi starfs­maður var hafði fundið fyrir vægum ein­kennum og fór í próf á sunnu­daginn fyrir viku en fékk nei­kvætt úr því. Hann mætti svo í vinnu þriðju­dag, mið­viku­dag og fimmtu­dag. Síðan breytast ein­kennin á föstu­daginn var og hann fer aftur í próf á laugar­dags­morguninn, sem reyndist síðan vera já­kvætt,“ segir Már.

Már segir nánast útilokað að smitið sé gamalt: „Þegar þú ert með svona niður­stöður eins og við­komandi starfs­maður, sem sýna að veiru­magnið er mikið, hann var með ein­kennin og svo erum við líka með það sem við köllum far­alds­fræði­legt sam­hengi, þá er enginn í vafa um að þetta er nýtt smit.“

Til öryggis verður starfsmaðurinn settur í mótefnamælingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu