fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Gífurleg skjálftavirkni við Fagradalsfjall

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. mars 2021 07:54

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaganum frá því í gærkvöld og fram eftir nóttu. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni jókst hófst órói skömmu eftir miðnætti og stóð í um 20 mínútur.

Stærsti skjálftinn í nótt mældist 5,0 og var það kl. 2:02. Í kjölfarið mældust fjórir skjálftar yfir 4 að stærð og margir skjálftar yfir 3.

Enginn órói hefur mælst síðan um miðnætti.
Almannavarnir funduðu með Veðurstofunni, Lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar í nótt vegna ástandsins en jarðskjálftarnir fundust mjög vel í Grindavík og vöktu fólki ugg. Ekki er álitið að eldgos sé í vændum í kjölfar skjálftanna í nótt. Almannavarnir sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

„Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Veðurstofa Íslands funduðu ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og fulltrúa Grindavíkurbæjar kl. 03.30 í nótt vegna fjölda jarðskjálfta af stærðinni 3-5 á svæðinu frá Þorbirni að Fagradalsfjalli. Jarðskjálftarnir finnast vel í Grindavík og fólk er skiljanlega órólegt. Líklegast er að skjálftarnir sem finnast núna í Grindavík séu afleiðingar spennubreytinga í jarðskorpunni, en ekki vegna tilfærslu á kviku. Það er því ekki metið sem svo að þeir séu skammtímafyrirboði eldgoss. Áfram má búast við jarðskjálftum í nótt sem finnast vel í Grindavík. Náttúruvásérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnadeild fylgjast vel með þróun mála í nótt. Vegagerðin og Lögreglan á Suðurnesjum eru á ferð og kanna hvort skemmdir hafi orðið á vegum. Staðan verður endurmetin í fyrramálið.“

Heldur hefur hægst um frá því kl.4 í nótt og hefur skjálftum fækkað mikið (RÚV).

Meðfylgjandi mynd af Fagradalsfjalli tók Snorri Þór Tryggvason. Sjá má 360 gráðu mynd af fjallinu hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný sprunga opnaðist við gosið í dag

Ný sprunga opnaðist við gosið í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar birtir nektarmyndirnar sem óprúttinn aðili var að dreifa – „Já, gott fólk. Svona lít ég út“

Páll Óskar birtir nektarmyndirnar sem óprúttinn aðili var að dreifa – „Já, gott fólk. Svona lít ég út“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skammtarnir frá Pfizer í júlí hafa tvöfaldast – 244.000 skammtar

Skammtarnir frá Pfizer í júlí hafa tvöfaldast – 244.000 skammtar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrjú smit utan sóttkvíar í gær

Þrjú smit utan sóttkvíar í gær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Pétur Markan fékk nóg og er hættur – „Samfylkingin breyst í pólitískt jaðarsamfélag vina“

Pétur Markan fékk nóg og er hættur – „Samfylkingin breyst í pólitískt jaðarsamfélag vina“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gera gys að Eyþóri eftir viðtalið í gær – „Hvað kom fyrir hendurnar á Eyþóri Arnalds?“

Gera gys að Eyþóri eftir viðtalið í gær – „Hvað kom fyrir hendurnar á Eyþóri Arnalds?“
Fréttir
Fyrir 4 dögum
Engin smit í gær