fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir

Heimir Hannesson
Föstudaginn 5. mars 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Stefánsson segir að eitrað hafi verið fyrir sér eftir að hann lauk störfum fyrir Samherja, og að Samherji hafi vitað af því. Í söfnun vegna málsins segir að læknar á Íslandi standi á gati vegna eitrunarinnar, og að íslenska heilbrigðiskerfið eigi ekki nauðsynlegan búnað til þess að greina eitrunina. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir Jóhannes til þess að finna lausn sinna mála og ná nægilegri heilsu til þess að snúa aftur til Namibíu í apríl. Eitrunarmiðstöð Landspítalans kannast ekki tilfelli þar sem ekki tókst að greina orsök eitrunar.

„Sannleikurinn á sér engin landamæri, sannleikurinn á sér engin tímamörk, og sannleikurinn á ekki að lykta með dauða.“ Þannig hefst lýsing á hópfjármögnunarsíðunni GoFundMe þar sem tekið er á móti styrkjum fyrir Jóhannes Stefánsson. Þar kemur fram að eitrað hafi verið fyrir Jóhannesi snemma árs 2017 í Höfðaborg í Suður Afríku. „Hann hrundi í gólfið úr sársauka og skalf vegna floga,“ segir á síðunni.

Sagt er að læknar á Íslandi skorti nauðsynlegan tækjabúnað til þess að finna orsök eitrunarinnar sem hrjáir Jóhannes, og að hann þurfi alþjóðlega aðstoð.

Þar er aðkomu Jóhannesar að uppljóstrun í Samherjamálinu jafnframt sögð hafa valdið handtöku hátt settra stjórnmálamanna í Namibíu árið 2019, stórfelldum breytingum á rekstri stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Íslands og knúið fram sakamálarannsóknir í að minnsta kosti 27 ríkjum.

Á Wikipedia síðu um „Fishrot,“ Samherjaskjalalekann, segir að til söfnunarinnar hafi verið blásið þann 1. mars og að félögin Whistleblowing International, ANA LOGO, Whistleblower Network News og National Whistleblower Center, hafi skipulagt hana.

Í fjölmiðlatilkynningu frá National Whistleblower Center í Washington D.C. í Bandaríkjunum segir að síðan að Jóhannes lauk störfum fyrir Samherja og lak skjölunum um ætlaða mútustarfsemi Samherja þar í landi hafi hann þurft að sæta alvarlegum hefndaraðgerðum. „Ekki aðeins missti hann starfið sitt, heldur hefur Jóhannes einnig lifað af ítrekaðar morðtilraunir.“ Þá kemur þar fram að Jóhannes ætli sér að snúa aftur til Namibíu í apríl á þessu ári og að hann „haldi áfram réttlætisleit sinni, þrátt fyrir hætturnar sem við honum blasa.“

Þegar þetta er skrifað hafa 3,038 Evrur safnast í um 62 færslum, rétt tæp hálf milljón króna. Markmiðið með söfnuninni er að safna 75.000 Evrum, eða um 11 og hálfri milljón.

Af nöfnum þeirra sem veitt hafa söfnuninni lið að dæma er ljóst að þar eru fólk frá mörgum þjóðum að ræða, þó flestir velji að hafa fjárframlag sitt nafnlaust. Hæsta einstaka framlagið nemur 500 Evrum, um 76 þúsund krónur.

Læknar kannast ekki við ógreinanlegar eitranir

Þó Jóhannes sé sjálfur ekki skráður sem aðstandandi söfnunarinnar er ljóst að hann er meðvitaður um hana. Í viðtali við Jóhannes í The Namibian, sem Jóhannes deilir sjálfur á persónulegri Facebook síðu sinni kemur fram að hann vilji sækja viðeigandi læknisaðstoð fyrir ferðalag sitt til Namibíu í apríl.

Þar segir jafnframt:

Eftir að Jóhannes lauk störfum fyrir Samherja árið 2016 hafi hann flutt til Suður Afríku þar sem hann hann reiddi sig á lífverði öllum tímum sólarhringsins vegna hótana í hans garð. Hann segist telja að fyrir honum hafi verið eitrað á hóteli í Suður Afríku, og segist telja að vinnuveitandi hans fyrrverandi hafi haft fulla vitneskju um það.

Fárveikur maðurinn er nú heima í sínu heimalandi, þar sem hann býr við mikinn sársauka, síþreytu og slappleika. Hann sagði við The Namibian að hann hefur lítið tjáð sig um síversnandi heilsufar sitt af völdum eitrunarinnar sem er verra en útlit hans gefur til kynna.

Þar segir jafnframt að Jóhannes þurfi að finna lausn á heilsufarsvanda sínum til þess að halda áfram að berjast gegn spillingu.

DV ræddi við Eitrunarmiðstöð Landspítalans og Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Lyfja- og eiturefnafræði vegna málsins. Hvorugur aðili kannaðist í fyrstu við tilfelli þar sem orsök eitrunar finnst ekki.

„Við hjá Eitrunarmiðstöðinni könnumst ekki við að hafa lent í því,“ segir Helena Líndal Baldvinsdóttir hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans í samtali við blaðamann DV. „Nema ef einstaklingar telur sig hafa orðið fyrir byrlun á skemmtistað, en við fengum tvö slík símtöl í fyrra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar