fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Upplýsingar um jarðskjálftana og hverju má eiga von á

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 10:30

Skjáskot/Kastljós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm skjálftar hafa mælst yfir þrjá á stærð síðan um miðnætti. Sá stærsti var 4,1 klukkan rúmlega tvö í nótt. Alls hafa verið 55 skjálftar yfir 3 á stærð mælst síðustu 48 tímana. Staðfestir hafa verið alls 14.400 skjálftar síðan jarðskjálftahrinan hófst fyrir viku síðan.

Spáin sem sjá má á mynd fréttarinanr var unnin af Kastljósi og má sjá líkan sem sýnir hvað er að gerast undir yfirborði Reykjanesskaga og hvernig kvikugangurinn gæti litið út.

Vonast eftir því besta og búast við því versta eru líklegast fagorð Almannavarna og Veðurstofunnar þessa dagana en það er reynt að gera viðeigandi ráðstafanar skuli koma til goss. Búið er að gera spá um hvernig hraun muni flæða og var það sýnt í Kastljósi í gær. Isavia mun loka bæði Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli en við upphaf eldgoss er 220 kílómetra hringur afmarkaður sem bannar alla flugumferð þar í kring. Sú áætlun yrði í gildi í tiltölulega stuttan tíma, eða þann tíma sem það tekur Veðurstofuna og samstarfsaðila að birta spá um öskusvæði. Um leið og sú spá er útgefin er lokunarhringurinn tekinn af og flugrekendur ákveða hvort þeir vilji fljúga í gegnum þetta spásvæði.

MAST hefur sent frá sér tilkynningu um viðbúnað dýraeigenda í ljósi þess að búið er að lýsa yfir hættu stigi Almannavarna. Tilkynninguna má lesa hér.

Bætt verður við jarðskjálftastöðvum, vefmyndavélum og gasmælum á jarðskjálftasvæðinu og hefur ríkisstjórn ákveðið að láta Veðurstofuna fá auka 60 milljónir til að standa straum af kostnaði við vöktun og mönnun á Reykjanesskaga. Nóg er að gera hjá starfsfólki þar og segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur, að við getum búist við fleiri skjálftum á næstunni.

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem þeir spá fyrir hvað muni gerast ef til eldsumbrota skyldi koma. Þau taka það sérstaklega fram að þau séu ekki að spá því að það gjósi, heldur einungis hvað muni gerast ef það skyldi gjósa.

Vísindavefurinn fékk spurningu um hvað sprengigos gæti staðið lengi en það er aðalgosvá Reykjanesskaga. Hann fær frábært svar frá Magnúsi Á. Sigurgeirssyni og Kristjáni Sæmundssyni, jarðfræðingum. Þeir segja að venjulega standi þau ekki yfir lengur en viku en svarið má lesa í heild sinni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Í gær

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV fékk sprengjuhótun í gærkvöld

RÚV fékk sprengjuhótun í gærkvöld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísland eitt af þeim 12 löndum sem Bretar eru hvattir til að ferðast til

Ísland eitt af þeim 12 löndum sem Bretar eru hvattir til að ferðast til
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vendingar í skattsvikamáli fyrrum eigenda Kornsins – Sögð hafa skáldað reikninga frá „PC Tölvur“ fyrir tugi milljóna

Vendingar í skattsvikamáli fyrrum eigenda Kornsins – Sögð hafa skáldað reikninga frá „PC Tölvur“ fyrir tugi milljóna