fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Ekki heyrst frá John Snorra í 37 klukkutíma – Uppfært

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 09:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

37 klukkustundir eru síðan John Snorri, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr lögðu af stað í átt að tindi K2 en ekkert hefur spurst af þeim síðan þá. Þeir lögðu af stað klukkan átta á fimmtudagskvöld og ætti ferðin að taka um 15 klukkustundir.

4. maðurinn í föruneyti Johns, Sajid Sadpara, er í 3. búðum fjallsins á leið niður eftir að hafa beðið í 20 klukkustundir eftir John og félögum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Chhang Dawa, sjerpi frá Nepal, birti snemma í morgun.

https://www.facebook.com/14dawa/posts/1781999431977880

Hann segir einnig í færslunni að herinn í Pakistan hafi sent þyrlur til að leita að John og hinum mönnunum. Erfitt verður fyrir þyrluna að athafna sig vegna hvassra vinda en farið verður með hana eins hátt og mögulegt er.

John fór að K2 til að verða fyrstur til að klífa fjallið að vetrarlagi en Nirmal Purja og hópur hans voru undan þegar þeim tókst afrekið í seinustu viku.

Uppfært klukkan 9:57

Þyrluleitin skilaði engum árangri og fer veðrinu versnandi. Þetta kom fram í nýjustu færslu Chhang Dawa.

https://www.facebook.com/14dawa/posts/1782073268637163

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður

Vörugjald af nýjum rafmagnsbílum fellt niður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu