fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Útvarpsstjóri segir klámfengið tíst tilefni 30 sekúndra tafar á beinum útsendingum – Enn ekkert tjáð sig um Gettu betur atvikið

Heimir Hannesson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 10:00

mynd/RUV samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhorfendur RUV í gærkvöldi urðu margir varir bið býsna frjálslegt tíst sem birtist í útsendingu á Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar. Hefð er fyrir því að birta tíst um efni þáttarins í útsendingunni og gefa þannig áhorfendum tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni „í beinni.“ Tístið í gær skrifaði Þórdís Gísladóttir: „Þórólfur hefur gefið grænt ljós á faðmlög en hvenær má fólk byrja að ríða eins og rófulausir hundar?“

Beinar útsendingar á RUV hafa verið talsvert í umræðunni undanfarið eftir atvik í Gettu betur síðustu helgi. Mun þar ungur keppandi hafa misst stjórn á skapi sínu í kjölfar taps og strunsað út af sviðinu með nokkrum látum.

RUV klippti atvikið út af útgáfunni sem nálgast má á netinu, en sú klippa var auðvitað um leið farin í víða dreifingu á samfélagsmiðlum. Erlendir miðlar fjölluðu mikið um atvikið. Nægir þar að nefna The Metro Express, The Sun, The Daily Mail auk þess sem samfélagsmiðlar BBC deildu því.

DV reyndi eftir atvikið að ná sambandi við forsvarsmenn RUV en hefur enn engin svör fengið.

Stefán Eiríksson stóð þó ekki á svörum eftir atvikið í gær og svaraði Þórdísi um leið: „Nú hefði verið gott að vera með 30 sek. töf á útsendingunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm