fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Netverjum hætt að lítast á jarðskjálftahrinuna – „Hvað er að frétta hérna“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 17:30

mynd/Ernir samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór eflaust fram hjá fáum íbúum Suðvesturhorns landsins að jarðskjálftahrinan sem nú ríður yfir Reykjanesskagann er enn í fullu fjöri. Nú í morgun reið einn 5.3 að styrk yfir og sagði Veðurstofan að hann hefði fundist norður á Hvanneyri og alla leið austur að Skógum undir Eyjafjöllum.

Ljóst er að þessi hrina er ein sú, ef ekki sú allra umfangsmesta í manna minnum og fylgjast vísindamenn grannt með þróun mála á Reykjaneshryggnum. Jarðvísindafólk í háskólanum hefur útbúið líkan um hvernig hraunrennsli gæti litið út miðað við hvernig skjálftavirkni síðustu daga hefur lagst á kortið. Er þar ekki að sjá annað en að helstu innviðir og bæir á Suðurnesjum sleppi, en þó er hugsanlegt að hraunflæðið nái yfir Reykjanesbrautina á köflum.

Þá er ljóst að mörgum þykir nóg um og hafa sumir lýst yfir vanþóknun sinni á áframhaldandi skjálftavirkni á Twitter.

Þá eru þess einnig teikn að fólk sé farið að venjast þessu, og þyki smá skjálftarnir varla tiltökumál lengur:

Svo er upplifun fólks af skjálftum auðvitað ólík eftir því hvernig stendur á hverju sinni:

Svo eru aðrir sem þurfa bara að láta ljós sitt skína:

Að lokum virtust þó nokkuð margir hafa ýmislegt við tímasetningu skjálftans í morgun að athuga. Samkvæmt veðurstofunni reið hann yfir klukkan 8:07. Reyndist það full snemmt fyrir marga á höfuðborgarsvæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki
Fréttir
Í gær

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir