fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fréttir

Segja lögregluna handtaka fólk eftir geðþóttaákvörðunum – „Af þeim stafaði engin hætta“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 19:00

Mynd: Skjáskot af Instagram-færslu Nidur19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl árið 2019 voru 7 einstaklingar handteknir þegar þeir voru að taka þátt í samstöðuaðgerðum með flóttafólki á Íslandi. Þessir einstaklingar hafa nú verið ákærðir fyrir meint brot á 19. grein lögreglulaga en stuðningsmenn þessara einstaklinga refjast þess nú að greinin verði lögð niður.

  1. grein kveður á um að fylgja verði fyrirmælum lögreglu. „Almenningi er skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri,“ segir í greininni. Stofnuð hefur verið síða á samfélagsmiðlinum Instagram sem heitir nidur19 en síðan snýst um að vekja athygli á greininni. Síðan hefur undanfarið vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum.

Nidur19 birti í gær færslu þar sem staða einstaklinganna 7 er útskýrð. „Sjömenningarnir voru handtekin á gangstétt annars vegar og inni í opnu anddyri hinsvegar. Í báðum tilvikum sátu eða stóðu þau kyrr og af þeim stafaði engin hætta, engin umferð var á svæðinu,“ segir í færslunni. „Því er augljóst að lögreglan og ákæruvaldið notar hér 19. greinina til að binda endi á tjáningarfrelsi sjömenninganna og til þess að kveða niður samstöðu með flóttafólki.“

Í lok færslunnar er spurt að tveimur spurningum. „Hvernig samfélag leyfir lögreglunni að handtaka fólk eftir geðþóttaákvörðunum? Hvernig dómskerfi neitar að taka afstöðu til þess hvort lögreglan hafi gefið lögmæt fyrirmæli þegar fólk er ákært fyrir að óhlýðnast fyrirmælum?“

„Er það ekki borgaraleg skylda okkar allra?“

Kári Orrason, einn af einstaklingunum 7, birti í fyrra opið bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í bréfinu minnist Kári þess er hann sá Höllu á Black Lives Matter-samstöðumótmælunum sem áttu sér stað snemma í júní. Hann segist hafa viljað ná tali af Höllu, en ekki þorað að nálgast hana.

Kári segist hafa verið ánægður að sjá Höllu sýna Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning. Þó hafi hann spurt sig hvort hún hafi áttað sig á því að mótmælin hafi skapað mikla umræðu um kerfisbundinn rasisma, lögregluvald og samfélög sem myndu henta sem flestum

„Ég var að nýta rétt minn til mótmæla og stuðla að því að fólk í erfiðri og viðkvæmri stöðu gæti komið sínu fram. Ég var að reyna að breyta samfélaginu til hins betra. Er það ekki borgaraleg skylda okkar allra?“ segir Kári til dæmis í bréfinu en það má lesa í heild sinni með því að ýta á hlekkinn hér fyrir neðan.

Lesa meira: Orri sendi Höllu bréf- „Þetta var það sem ég var að reyna að gera þegar ég var handtekinn“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann
Fréttir
Í gær

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki