fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Skora á stjórnvöld að lengja opnunartíma veitingastaða

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SFV, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau skora á stjórnvöld vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum. Áskorunin felur meðal annars í sér að leyfilegur fjöldi gesta verði aukinn, undanþágu vegna tveggja metra reglunnar og lengingu opnunartíma. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:

„Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVF) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugðra afléttinga á sóttvörnum innanlands.

Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými. Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa.

Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna. Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SVF skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi.

Að opnunartími verði færður til 23:00 Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SVF eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu,“ en samtökin óska síðan eftir því að lögreglan hætti með sínar aðgerðir gegn veitingastöðum.

„Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðumm, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SVF taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“