fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kári segir þá ekki hafa hundsvit á vandanum – „Það er dagljóst“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það má ýmislegt gott segja um íslenska heimsspekinga. Þeir hafa til dæmis á síðasta aldarfjórðungi verið duglegir við að reyna að bæta samfélag sitt með því að hvetja til upplýstrar umræðu um allt milli himins og jarðar.“

Svona hefst pistill sem Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skrifar en pistillinn birtist í Fréttablaðinu í dag. Pistillinn er svar við öðrum pistli sem skrifaður var af 5 íslenskum heimsspekingum, þeim Vilhjálmi Árnasyni, Eyju Margréti Brynjarsdóttur, Finni Delsén, Hlyn Orra Stefánssyni og Sigurði Kristinssyni. Pistill þeirra fjallaði um áhyggjur þeirra vegna hugmynda um rannsókn Pfizer hér á landi.

„Ég er ekki frá því að þeim hafi orðið nokkuð ágengt í þeirri baráttu og því ber að fagna, meðal annars vegna þess að upplýst umræða er ekki bara gagnleg heldur getur hún líka verið ótrúlega skemmtileg,“ segir Kári almennt um íslenska heimsspekinga en skýtur svo á fimmmenningana. „En af og til lenda heimsspekingarnir okkar í slíkri sjálfsupphafningu að þegar þeir líta niður á okkur pöpulinn, ofan úr hæðum sínum þá sundlar þá og þeir tapa áttum.“

Kári segir pistilinn hafa að mestu vera byggðan á spurningum um rannsókn sem ekki var búið að setja saman og var í rauninni ekki til. „Hún var einungis óljós hugmynd í kollunum á nokkrum mönnum beggja vegna Atlantshafsins,“ segir hann.

„Hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda“

Kári skýtur þá fast á heimspekingana og segir þá til að mynda ekki hafa hundsvit á bólusetningarvandanum „Þetta er svipað því og þegar einn af okkar ágætu tónlistargagnrýnendum skrifaði í dagblað dóm um tónleika sem aldrei voru haldnir. Síðan bæta félagarnir fimm gráu ofan á svart með því að efast um vísindalegt gildi rannsóknar sem þeir vissu ekkert um, vegna þess að það var ekkert til að vita um. Það er dagljóst á stúfnum að þeir hafa ekki hundsvit á þeim bólusetningarvanda sem blasir við heiminum í dag.“

Þá fer Kári yfir nokkur atriði um þessa hugsun sem aldrei varð að rannsókn. Hann bendir til að mynda á að mörgum spurningum er ósvarað þar sem bóluefnið kom svo hratt.

„Hversu lengi endist vörnin? Er þörf á því að gefa þriðja skammt eftir einhvern tíma og ef svo er hver er hann? Ver bóluefnið jafn vel fyrir öllum stofnum veirunnar? Hversu stóran hundraðshluta af samfélagi þarf að bólusetja til þess að það verji líka þá sem eru ekki bólusettir? Öllum þessum spurningum er ósvarað en hefði að öllum líkindum verið hægt að svara með stórri rannsókn á Íslandi, ef við hefðum ekki verið búin að kveða veiruna í kútinn með sóttvörnum.“

Kári þvertekur fyrir að um sé að ræða tilraun til þess að svindla Íslendingum framar í röðina. Rannsóknin hefði verið gerð til þess að leggja okkar fram í lausn á vanda sem allur heimurinn glímir við. „Svör við spurningunum hér að ofan hefðu gert það mun auðveldara að skipuleggja bólusetningar um allan heim og jafnvel gert þær ódýrari. Án þess að gera stóra rannsókn á þjóð eins og Íslendingum tekur það býsna langan tíma að leita svara við spurningunum sem hefðu að öllum líkindum skipt mestu máli fyrir þær þjóðir sem minnst mega sín.“

„Greinarstúfur fimmmenninganna er að vissu leyti vantraustsyfirýsing“

Kári segir heimsspekingana hafa gefið það í skyn að niðurstöður rannsóknarinna hefðu kannski ekki verið yfirfæranlegar á aðrar þjóðir. Kári segir það vera annað hvort hlægilega eða grátlega minnimáttarkennd.

„Við Íslendingar erum nefnilega býsna góðir fulltrúar þeirrar dýrategundar sem er um það bil að gera jörðina óbyggilega. Þetta er ekki prívat og persónuleg skoðun mín heldur líka risastórs lyfjafyrirtækis sem heitir Pfizer og hefur stundað lyfjatilraunir um allan heim, svo lengi sem elstu menn muna, sem og allra virtustu vísindatímarita heimsins sem reglulega birta niðurstöður rannsókna Íslenskrar erfðagreiningar sem oftast byggja á því að skoða eðli og hátt Íslendinga.“

Heimsspekingarnir veltu einnig fyrir sér siðferðislegu réttmæti rannsóknarinnar. Kári bendir þeim á að það séu lög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. „Engar vísindarannsóknir á mönnum eða á gögnum um menn mega fara fram á Íslandi án þess að vísindasiðanefnd leggi blessun sína yfir þær. Greinarstúfur fimmmenninganna er að vissu leyti vantraustsyfirýsing á okkar ágætu Vísindasiðanefnd,“ segir hann.

„Ef hún stæði til boða gæti þjóðin tekið upplýsta afstöðu í einni andrá“

Kári fer yfir fleiri hluti í greininni og svarar til dæmis spurningum heimsspekingana um það hvort rannsóknin yrði lýðræðisleg. „Til hvaða eiginleika lögmætis er verið að vitna með lýsingarorðinu „lýðræðislegt“? Í tilraun minni til þess að skilja þetta fór ég að velta fyrir mér hvort þeir ættu við að rannsóknin yrði að vera í samræmi við lög sem væru sett af lýðræðislega kjörnu þingi, en það gekk ekki upp af því það gilda engin önnur lög í landinu. Ég kemst ekki að annarri niðurstöðu en þeirri að þeir hafi verið að nota orðið „lýðræðislegt“ sem innhaldslaust skraut,“ segir hann.

Síðasti punkturinn sem Kári svarar er punktur heimsspekingana um að það þurfi að vera upplýst samfélagsumræða um svona rannsóknir. „Hvar hafa þessir menn verið undanfarna tíu mánuði? Þjóðin hefur ekki um annað talað og hugsað en þessa pest. Það er ekkert sem hefur haldið meira fyrir henni vöku, ekkert sem hefur þrengt meira að henni, ekkert sem hefur svipt hana mannréttindum að sama marki,“ segir hann.

„Þess vegna er ekkert í hugmyndinni um rannsókn af þeim toga sem hér um ræðir sem kallar á langa samfélagsumræðu, ef hún stæði til boða gæti þjóðin tekið upplýsta afstöðu í einni andrá eða í mesta lagi á dagsparti.“

„Er það siðferðilega ásættanlegt…“

Að lokum skrifar Kári um vísindasiðfræðina. „Hún hefur ekki bara varið samfélagið gegn afleiðingum hráslagalegra vísinda og vísindamenn gegn sjálfum sér, hún hefur gert vísindin það ásættanleg samfélaginu að þau hafa fengið að halda áfram sleitulaust. Það er afrek,“ segir hann.

„Það er hins vegar með vísindasiðfræðina eins og önnur fög að hún er aldrei betri en fólkið sem stundar hana og góðu fólki jafnt sem hinum verða á mistök. Ég held að það séu mistök vísindasiðfræðinnar (fólksins sem stundar hana) að hafa nær einvörðungu beint sjónum sínum að réttindum fólks gagnvart læknisfræðinni og gleymt því að reyna að skilgreina skyldur þess.“

Kári botnar pistilinn svo með því að benda á að ástæðan fyrir því að fólk fær lækningu við öðrum sjúkdómum er einmitt vegna rannsókna á öðrum sem komu á undan. „Er það siðferðilega ásættanlegt að veita fólki rétt til þess að nýta sér þetta þótt það banni að upplýsingar um það sjálft séu notaðar til þess að bæta enn betur aðferðir til að lækna og greina?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Í gær

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks
Fréttir
Í gær

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn

Vilja sporna gegn því að fullorðnir einstaklingar nýti sér glufur í lögum til að hafa samræði við börn
Fréttir
Í gær

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“

Paul Watson undirbýr Operation ICESTORM – „Tíminn er liðinn hjá heimsins alræmdasta hvalveiðimanni, Kristjáni Loftssyni“