Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Hryllilegt heimilisofbeldi á þjóðhátíðardaginn – Stór blóðpollur á gólfinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 15:36

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur dómur yfir manni sem ákærður var fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni í utanlandsferð þeirra til Frakklands. Atvikið átti sér stað í borginni Marseille á aðfaranótt þjóðhátíðardagsins 17. júní árið 2018.

Manninum var gefið að sök að hafa veist að konunni með ofbeldi fyrir utan hótelherbergi, tekið hana hálstaki, kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlit og höfuð og í kjölfarið, er konan féll í gólfið, haldið áfram að sparka og kýla hana með krepptum hnefa víðsvegar um líkamann, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut marbletti í kringum bæði augu, bólgu á vinstri kjálka, eymsli yfir kjálkalið vinstra megin, eymsli ofarlega í brjósthrygg, mar frá úlnlið og upp á miðjan vinstri upphandlegg, tvo marbletti á vinstra læri og einn á hægra læri, sár á hægri olnboga og nokkra marbletti vinstra megin á mjóbaki.

Samkvæmt vitnisburði þolandans var 20-25 cm breiður blóðpollur eftir hana á gólfinu eftir árásina.

Parið fór til Frakklands til að fylgjast með tónlistarhátíð. Þau fóru að rífast um kvöldið og urðu viðskila. Í skýrslutöku fimmtudaginn 21. júní 2018 á lögreglustöð í Reykjavík lýsti konan atburðinum þannig, eins og segir í texta dómsins:

„Leiðir þeirra hafi skilið við það og brotaþoli átt frekar erfitt með að rata heim á hótel. Hafi hún verið frekar ölvuð. Ákærði hafi mætt brotaþola í dyrumhótel herbergisins og umsvifalaust ráðist á hana. Hann hafi slegið brotaþola tvö til þrjú högg. Hafi brotaþoli dottið út, er ákærði hafi slegið hana í andlitið. Brotaþoli hafi rankað við sér við það að ákærði hafi verið ofan á henni og verið að hrista brotaþola. Hafi hann sagt að hann vildi ekki fara í fangelsi og hvort þau ætluðu ekki til Grikklands. Er brotaþoli hafi opnað augun hafi ákærði verið hræddur á svipinn. Hafi brotaþoli öskrað og reynt að fela sig á bak við rúm. Ákærði hafi strunsað út úr herberginu. Brotaþoli hafi síðan farið að sofa. Næsta dag hafi brotaþoli vaknað öll blá og marin. Þá hafi blóðpollur verið eftir brotaþola á gólfinu. Hafi hann verið 20 til 25 cm breiður. Hafi brotaþola verið sagt að koma sér út af hótelinu. Sími brotaþola hafi verið brotinn, en búið hafi verið að rífa takkana af og gjöreyðileggja símann. Þá hafi verið búið að henda fötum út um allt í herberginu. Brotaþoli hafi ekki verið með neina peninga og gist á götunni eina nótt. Hafi brotaþoli vonast til að ákærði kæmi til baka, en svo hafi ekki verið. Að lokum hafi brotaþoli farið til lögreglunnar sem hafi gefið brotaþola að borða og fundið fyrir hana hótelherbergi. Hafi verið tekin skýrsla af brotaþola. Því næst hafi brotaþoli farið í sendiráð Íslands, sem komið hafi brotaþola í samband við foreldra sína. Þau hafi lánað brotaþola fyrir flugfarinu heim.“

Árásin varð til þess að konan neyddist til að sofa undir berum himni eina nótt en hún fékk síðan aðstoð hjá lögreglu og sendiráði.

Maðurinn neitaði sök en við ákvörðun dómsins var meðal annars stuðst við læknisvottorð og framburð beggja, þar sem framburður konunnar þótti trúverðugri. Maðurinn sagðist hafa yfirgefið hótelið áður en konan kom þangað og þótti sá framburður ótrúverðugur.

Maðurinn, sem er nálægt þrítugu, á langan sakaferil að baki og hefur meðal annars verður sakfelldur fyrir annað ofbeldisbrot gegn þessari konu. Þess má geta að árið 2019 var maðurinn dæmdur í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás.

Fyrir þetta brot var maðurinn dæmdur í fjögurrra mánaða fangelsi og til að greiða konunni 1,2 milljónir króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum