Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Hvert gjaldþrotið á fætur öðru í veitingageiranum

Heimir Hannesson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 15:15

Skemmtistaðurinn Austur mynd/Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmörg fyrirtæki í veitingageiranum hafa orðið að leita greiðsluskjóls eða verið úrskurðuð gjaldþrota undanfarna mánuði. Háar fjárhæðir krafna í þrotabúin hafa vakið athygli. Miami Bar bætist við langan og rándýran lista. Staðurinn hefur þú verið opnaður að nýju undir öðru rekstrarfélagi.

Skiptalok félagsins Eyjalands ehf., áður Miami Bar ehf. voru auglýst í gær í Lögbirtingablaðinu. Félagið var úrskurðað gjaldþrota 9. febrúar síðastliðinn. Lýstar kröfur í þrotabúið námu rúmlega 51 milljón, og er þetta enn eitt risagjaldþrot veitinga-, skemmti-, eða gististaðar á skömmum tíma sem auglýst er í Lögbirtingablaðinu.

Í nóvember sagði DV.is frá brostnum draumum hótelrekenda á Hvammstanga, en ferðaþjónustufyrirtækið Gauksmýri ehf. hafði þá orðið gjaldþrota. Lýstar kröfur í bú Gauksmýrar námu 282,5 milljónum króna. Aðeins fundust eignir fyrir um 150 milljónir í búinu. Samkvæmt heimildum DV kom gjaldþrotið fyrst og fremst til vegna Covid-19 faraldursins sem hófst í ársbyrjun 2020. Stærsti kröfuhafi í þrotabúið var Íslandsbanki sem leysti til sín fasteignir sem hann átti veð í.

Síðar þann sama mánuð var Guðni bakari ehf. úrskurðaður gjaldþrota. Rúm milljón fékkst upp í 80 milljóna kröfur kröfuhafa. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í ágúst í fyrra. Mun hvarf tekna af ferðamönnum hafa lagst þungt á reksturinn.

Covid víða sökudólgur

Mánuði síðar var sagt frá 400 milljóna gjaldþroti Hótel Borealis í Grímsnesinu. Húsnæði hótelsins hýsti áður meðferðarheimilið Byrgið sem Guðmundur Jónsson, oft kallaður Gummi í Byrginu, rak. Í tilkynningu frá skiptastjóra sagði að þær eignir sem fundust í þrotabúi Hótels Borealis dugðu einungis til að efna kröfur um afhendingu eigna til sannanlegra eigenda og kostnað við gjaldþrotaskiptin sjálf. Almennir kröfuhafar sátu því eftir með ekkert upp í 400 milljóna kröfur sínar.

Rétt fyrir jól sagði DV.is svo frá enn öðru risagjaldþroti þegar skiptum á búi Lækjarbrekku lauk. DV tók fyrrum rekstraraðila Lækjarbrekku tali seint á síðasta ári sem sagði þá að „stjörnurnar þyrftu að raða sér rétt saman til þess að dæmið gæti gengið upp“. Það gerðu stjörnurnar ekki og gerðu kröfuhafar 133 milljóna kröfu í þrotabúið. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. Samkvæmt heimildum DV var stærsta krafan í þrotabúið af hálfu FÍ Fasteignafélags, sem leigði veitingastaðnum húsnæðið.

Í síðustu viku lauk skiptum á búi PR1234 ehf., sem áður hét Perlan Restaurant ehf. og rak veitingastaðinn Út í bláinn í Perlunni. Engar eignir fundust í búinu og sátu kröfuhafar því uppi með tæplega 73 milljóna kröfur við gjaldþrotið sem ekkert fékkst upp í.

Í þessari viku lauk svo skiptum á þrotabúum tveggja kennileita skemmtanalífs Reykjavíkurborgar. Var þar annars vegar um að ræða 101 Austurstræti ehf., sem rak skemmtistaðinn Austur. Námu lýstar kröfur í þrotabú Austurs heilum 310 milljónum króna. Herma heimildir DV að Eik fasteignafélag, sem á húsnæðið sem hýsti skemmtistaðinn vinsæla, hafi gert 263 milljóna kröfu í þrotabúið. Var sú krafa Er þetta enn eitt risagjaldþrot veitinga-, skemmti-, eða gististaðar á skömmum tíma. byggð á eftirstöðvum átta ára leigusamnings. Krafan hefur reyndar vakið athygli og hafa lögmenn sem DV ræddi við vegna málsins furðað sig á því að gera kröfu í eftirstöðvar átta ára leigusamnings.

Til þess að 263 milljóna krafan breytist í raunverulegt tap þarf húsnæðið við Austurstræti að standa autt næstu átta árin. Ljóst er að slíkt er mjög ólíklegt.

Miami á hausinn

Í gær voru svo skiptalok þrotabús Miami Bar auglýst. Miami Bar var til jafns í eigu Gunnsteins Helga Brynjarssonar, Íseignar ehf., og R101 ehf. Íseign er í 100% eigu Vilhjálms G. Vilhjálmssonar og R101 ehf. í eigu Róberts Óskars Sigurvaldasonar. Gunnsteinn var framkvæmdastjóri Miami Bar.

Gunnsteinn Helgi og Róbert Óskar áttu um skamma hríð veitingastaðinn Jamie‘s Italian saman áður en þeir seldu hann áfram. Þá áttu þeir jafnframt skemmtistaðinn Pablo Discobar og veitingastaðinn Burro en staðirnir voru reknir í sama húsi. Pablo Discobar komst í fréttirnar þegar staðurinn varð eldi að bráð um miðjan mars á síðasta ári. Einn var handtekinn grunaður um aðild að íkveikju á staðnum.

Pablo og Burro eru lokaðir en ekki er vitað hvort standi til að byggja staðina upp. Búið er að loka samfélagsmiðlareikningum staðanna og áhugasömum bent á Miami Bar – sem nú er allur.

Uppfært: Nýr rekstraraðili hefur nú opnaði Miami Bar að nýju

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum