fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

„Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist ekki ætla að lyfta litla fingri til að leiðrétta þennan ójöfnuð“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 3. desember 2021 19:00

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, flutti jómfrúaarræðu sína á Alþingi í gær. Í ræðunni fjallaði hann meðal annars um ójöfnuð hér á Íslandi.

„Förum yfir nokkrar staðreyndir,“ sagði Jóhann og fór svo yfir nokkrar staðreyndir. „30 prósent af nýjum auði sem varð til í fyrra runnu til ríkasta 1 prósentsins á Íslandi, alls 37,3 milljarðar króna. Þetta ríkasta 1 prósent Íslendinga á 902 milljarða í eigin fé – 902 milljarða. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósentið á Íslandi – 293 milljarða, 293 þúsund milljónir.“

Jóhann segir að raunar séu þessar eignir miklu meiri að umfangi. „Af því ég er að vísa hérna í skattframtalsgögn ríkisskattstjóra þar sem hlutabréf eru talin á nafnvirði og fasteignir á fasteignamatsverði en þetta gefur okkur þó einhverja mynd af stöðu þeirra allra fjársterkustu sem sumir hverjir eiga svo milljarða til viðbótar á aflandseyjum eins og við þekkjum,“ segir hann.

Þá segir Jóhann að ekki sé hægt að tala um eignastéttina án þess að ræða um fiskinn í sjónum. „Margt af þessu fólki auðgast á fénýtingu auðlinda sem við eigum öll saman og sem við hér á Alþingi ráðum hvernig ráðstafað. Í fyrra náðu arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja sögulegu hámarki. Eigendur útgerðarfyrirtækja fengu meira en 21 milljarð í arð,“ segir hann og nefnir svo dæmi um hvernig þessir milljarðar skiptust.

„888 milljónir runnu til eins manns, stærsta eiganda Brims. 715 milljónir til stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þannig er heimilisbókhaldið þar á bæ.“

Eftir að hafa rætt um ríkasta fólkið ræddi Jóhann um það fátækasta. „Hinum megin á kúrfunni er svo fólkið sem á ekki neitt, fólkið sem lifir á sultarlaunum, þær þúsundir manna sem búa í óleyfishúsnæði vegna fátæktar og ófremdarástands á húsnæðismarkaði, óvinnufært fólk, öryrkjarnir sem þurfa að draga fram lífið langt undir 300 þúsund krónum á mánuði.“

Jóhann segir þetta fólk hafa setið eftir ár eftir ár á meðan þau ríkustu sanka að sér þúsundum milljóna. Hann hefur ekki miklar væntingar til ríkisstjórnarinnar til að bæta ástandið. „Þetta eru tvö samfélög á Íslandi, tveir heimar og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist ekki ætla að lyfta litla fingri til að leiðrétta þennan ójöfnuð.“

Hægt er að horfa á jómfrúarræðu Jóhanns í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“