fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Magnús Tumi telur eldgos spurningu um daga frekar en vikur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 06:59

Gos í Fagradalsfjalli. Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegra er að eldgos hefjist við Fagradalsfjall á næstu dögum frekar en á næstu vikum að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Magnús Tumi sagði að dregið hafi úr skjálftavirkni og gliðnun landsins. Tveir möguleikar eru í stöðunni að hans sögn: „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“

Að mati Magnúsar hafa sextíu milljón rúmmetrar af kviku safnast fyrir undir eldstöðinni á þeim þremur mánuðum sem eru liðnir frá goslokum í september. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu,” sagði hann.

Hann benti á mat sérfræðinga Veðurstofunnar um að kvikan sé á um tveggja kílómetra dýpi og að hún geti verið fljót að brjótast upp á yfirborðið: „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“

Hvað varðar hvar hugsanlegt gos verði þá sagðist hann telja langlíklegast að það verði á sama stað og síðast eða þar nærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra