fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Rán í Hlíðahverfi – Neitaði að nota andlitsgrímu og hrækti á starfsfólk

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 05:57

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi var tilkynnt um rán í Hlíðahverfi. Tveir menn höfðu ógnað þeim þriðja með eggvopni og tekið fjármuni af honum. Þeir komust undan en lögreglan telur sig vita hverjir voru að verki. Málið er í rannsókn.

Um miðnætti var ölvuð ung kona handtekin í Vesturbænum. Hún hafði verið til ama á tónleikum. Hún hafði meðal annars neitað að bera andlitsgrímu, hrækt á starfsfólk, slegið til þess og klórað. Hún var flutt á lögreglustöð og látin laus eftir viðræður. Hún á kæru yfir höfði sér.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tveimur ölvuðum mönnum vísað á brott frá sundstað í Miðborginni en þeir höfðu verið með leiðindi við starfsfólk vegna þess að þeir fundu ekki skóna sína.

Skömmu fyrir miðnætti höfðu lögreglumenn afskipti af starfsemi veitingastaðar í Miðborginni eftir að lögreglumenn sáu 6 manns yfirgefa staðinn með áfengisflöskur. Grunur leikur á að sóttvarnalög hafi verið brotin sem og lög um veitingastaði.

Tveir ökumenn voru handteknir á ellefta tímanum í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Annar þeirra er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Hinn lenti í árekstri áður en hann var handtekinn. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um umferðarslys í Grafarholti. Bifreið hafði verið ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á Bráðadeild en hann sagðist hafa sofnað við aksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin