fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Fréttir

Fjölskyldufaðir á þrítugsaldri landaði risavinningnum – Hringdi beint í mömmu sína

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. desember 2021 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var lítil fjölskylda sem vann stóra vinninginn í Vikinglotto í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri Getspá kemur fram að fjölskyldufaðirinn, sem er um þrítugt, hafði gerst áskrifandi eftir að stóri vinningurinn kom til landsins síðastliðið sumar og það var ekki lengi að bera árangur, því hann er nú rétt tæpum 439 milljónum krónum ríkari.

Vinningshafinn segist strax hafa fengið ákveðinn fiðring þegar fréttir byrjuðu að birtast í gærkvöldi um að áskrifandi á Íslandi hefði tekið þann stóra en hann ákvað að bíða með að athuga tölurnar enda á leiðinni á jólatónleika.
„Mig langaði líka að upplifa þetta símtal sem ég hef svo oft heyrt um“ sagði hann aðspurður og, mikið rétt, símtalið frá Íslenskri getspá kom á endanum! Og það hefði varla getað komið á betri tíma, segir vinningshafinn, enda eru hann og kærastan í íbúðaleit fyrir sig og litla barnið sitt.

Það var þó ekki kærastan sem fékk fréttirnar fyrst. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í mömmu“!

Að lokum sagðist vinningshafinn mundu þiggja þá fjármálaráðgjöf sem Íslensk getspá býður öllum þeim sem hreppa stóra vinninga en milljónirnar muni koma sér vel á þessum tímamótum sem litla fjölskyldan stendur ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“

Katrín og fjölskylda hennar urðu fyrir barðinu á berserknum á Flúðum – „Við hjónin vorum skíthrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum

Hópur manna ógnaði húsráðanda með kylfum og hnífum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk

Gosmóða frá eldgosinu nálgast höfuðborgarsvæðið – Getur valdið sleni og höfuðverk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti

Ofurhuginn Baumgartner var látinn áður en hann brotlenti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn