fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Einar Karl metinn hæfastur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. desember 2021 13:51

Einar Karl Hallvarðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í tvö embætti héraðsdómara, sem auglýst voru laus til umsóknar þann 15. október 2021. Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands. Samtals bárust tíu umsóknir en tveir umsækjenda sóttu einungis um síðarnefnda embættið. Greint er frá þessu á vef Dómsmálaráðuneytisins.

Niðurstaða dómnefndar er sú að Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands. Það er jafnframt niðurstaða dómnefndar að Nanna Magnadóttir formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, séu hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, og verði ekki gert upp á milli þeirra tveggja.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Þorgeir Örlygsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn er fundinn

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“

„Hnjúkaþeyrinn getur verið brellinn og brögðóttur“