fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Einar Karl metinn hæfastur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. desember 2021 13:51

Einar Karl Hallvarðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um skipun í tvö embætti héraðsdómara, sem auglýst voru laus til umsóknar þann 15. október 2021. Annars vegar er um að ræða embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og hins vegar embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands. Samtals bárust tíu umsóknir en tveir umsækjenda sóttu einungis um síðarnefnda embættið. Greint er frá þessu á vef Dómsmálaráðuneytisins.

Niðurstaða dómnefndar er sú að Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Suðurlands. Það er jafnframt niðurstaða dómnefndar að Nanna Magnadóttir formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, og Þorsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, séu hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, og verði ekki gert upp á milli þeirra tveggja.
Dómnefndina skipuðu: Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Sigríður Þorgeirsdóttir og Þorgeir Örlygsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“