fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Steinunn Ólína segir óráð að svipta Megas heiðurslaunum – Segir textann um Litlu-Ljót ekki vera um Bergþóru

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. desember 2021 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Vísis mun allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vera að hugleiða að svipta listamanninn Megas heiðurslausnum vegna ásakana í hans garð um kynferðisbrot.

Bergþóra Einarsdóttir steig fram í Stundinni seint í nóvember og sakaði Megas um kynferðisbrot gegn sér, í félagi við annan mann, árið 2004. Bergþóra kærði málið til lögreglu á sínum tíma en því var vísað frá. Bergþóra segir ennfremur að Megast hafi síðan samið ljótan texta um sig og atvikið, við lag sem heitir Litla ljót.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir veltir vöngum yfir þessu í nýjum Facebook-pistli. Segir hún Allsherjar- og menntamálanefnd vera á villigötum ef hún sé raunverulega að hugleiða að svipta Megas heiðurslaunum. Ólína staðhæfir að ljóð Megasar, Litla ljót, sé ekki um Bergþóru heldur sé umrædd Litla ljót byggð á karakter eftir Guðberg Bergsson.

Pistill Steinunnar Ólínu er eftirfarandi:

„Allsherjar og menntamálanefnd er á villigötum ef þetta eru raunverulegar vangaveltur, að svipta eigi Megas heiðurslaunum.

Mig langar að benda á að viðbjóðsljóðið umrædda, Litla ljót, er byggt á karakter eftir Guðberg Bergsson sem ég fékk að leika í leikgerðinni,Sannar Sögur af sálarlífi systra, sem unnið var upp úr Tangabókum Guðbergs. Karakterinn heitir Dídí, hún er hölt, misþroska, ljót og miskunarlausir karlar sífellt að ,,sprauta” í hana. Ljót saga um illa meðferð á varnarlausum.

Ég dreg ekki í efa vanlíðan þá sem Bergþóra lýsir að samskipti hennar við Megas og Gunna súkkat hafi haft en ljóð Megasar um Litlu ljót er EKKI um Bergþóru. Annað sem er næsta víst er að kveðskapur Megasar mun lifa okkur öll hvort sem okkur líkar betur eða verr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Í gær

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli

Flugdólgur handtekinn á Reykjavíkurflugvelli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar

Viktor segir að gervigreind skrifi ekki á vef Iceland Review og gerir athugasemd við umfjöllun Heimildarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli

Mótmæla byggingu húss sem upphaflega var kynnt sem sambýli