fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Björn geðlæknir kennir trúleysi um aukna lyfjanotkun hjá ungum stelpum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 13. desember 2021 15:00

Björn Hjálmarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldrei hafa fleiri stelpur á aldrinum 12 til 17 ára fengið uppákskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf en á þessu ári, ein af hverjum tíu stelpum á þessum aldri eru á slíkum lyfjum hér á landi. Þetta kom fram í máli Björns Hjálmarssonar, geðlæknis á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Í viðtalinu kom Björn með nokkrar ástæður fyrir þessari auknu lyfjanotkun en hann segir að hluta til megi rekja hana til byltinga. Fyrsta byltingin sem hann nefnir er þegar sambúð þriggja kynslóða undir sama þaki fór að heyra sögunni til. Afar og ömmur hlaupi ekki lengur undir bagga eins og áður þegar aðstoð vantar við uppeldið.

Hin byltingin sem Björn nefnir er kvenfrelsisbarátta kvenna. Hann segir að með henni hafi börnin misst mömmurnar út af heimilunum en að feðurnir hafi ekki komið inn í staðinn. „Ég held að þetta sé svolítið að trufla börnin okkar,“ segir hann.

„Geta sótt svo mikinn mátt í trúna“

Björn rekur þessa auknu lyfjanotkun einnig til aukins trúleysis, hann segir að trúað fólk geti sótt mátt í trúna. „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur,“ segir hann í viðtalinu.

Björn segir að hann sé ekki endilega að tala fyrir kristni heldur einfaldlega fegurðinni sem hann sér í trúarbrögðunum. Hann segist sjá það hjá sínum skjólstæðingum á barna- og unglingageðdeildinni að það sé algengt að stelpur komi þangað í djúpri vanlíðan og fái í kjölfarið lyf vegna þess.

„Það er eins og allar sorgir þeirra í lífinu séu enn óunnar,“ segir hann og bætir við að hraðinn og spennan í þjóðfélaginu geri það að verkum að einstaklingar vinni ekki úr sorgum sínum og í kjölfarið líði þeim svo illa að þeir óska eftir lyfjum til að losna við sorgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Í gær

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“

Una Margrét slegin óhug vegna greinar blaðamanns Morgunblaðsins – „Hann er, sem sagt, að vara við lýðræðinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann

Ósáttur tónlistarmaður fær ekki bætur – Krafðist þess að vita af hverju lögreglan var að elta hann