fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Annríki hjá lögreglunni – 6 í fangaklefum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 05:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á kvöld- og næturvaktinni. 63 mál voru bókuð í dagbók og 6 eru í fangaklefum.

Um klukkan þrjú í nótt voru tveir handteknir í Grafarvogi en þeir eru grunaðir um líkamsárás. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Á fimmta tímanum í nótt ók ökumaður bifreið inn í garð í Vesturbænum. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi lentu tvær bifreiðar í árekstri á Suðurlandsvegi við Bláfjallaveg. Þær voru báðar ökufærar á eftir og þurfti að fjarlægja þær með dráttarbifreiðum.

Í Miðborginni var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr bifreið í gærkvöldi. Einnig var tilkynnt um líkamsárás á hóteli í Miðborginni. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi. Á þriðja tímanum í nótt var óskað eftir aðstoð á hótel í Miðborginni vegna ofurölvi gests sem lét ófriðlega. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var óskað eftir aðstoð vegna líkamsárásir um klukkan tvö í nótt. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi.

Fjórir ökumenn voru handteknir síðdegis í gær og gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þrír þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og einn er grunaður um vörslu fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“