fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Meintur höfuðpaur í klaufalegu kókaínsmygli dreginn fyrir dóm – Óútskýrðar tekjur námu tugum milljóna

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 22:00

Mennirnir fóru saman í gegnum hlið Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir að hafa skipulagt smygl á 867 grömmum af kókaíni til landsins í nóvember fyrir ári. Tveir aðrir menn voru í apríl dæmdir í 12 og 9 mánaða fangelsi fyrir aðkomu sína að málinu. Í ákærunni er hinn ákærðu sagður hafa skipulagt og fjármagnað smyglið og fengið hina tvo til þess að flytja efnin til Íslands með flugvél Icelandair frá Kaupmannahöfn.

Smygl tilraun þeirra félaga verður vart lýst öðruvísi en heldur klaufalegri.

Í dóminum frá því í apríl segir að mennirnir hafi samþykkt að taka þátt í athæfinu vegna fjárhagserfiðleika. Annar sakborninganna kvaðst vera fasteignasali í Barcelona og að Covid hafi leikið hann grátt. Þá sagði hann eiginkonu sína hafa misst vinnuna sína vegna faraldursins og að þau væru orðin skuldum vafin. Hinn sakborningurinn hafði sambærilega sögu að segja.

Dóminn frá því í apríl má sjá hér.

Mennirnir sögðu að maður hafi látið þá fá pakkningar sem þeir vissu ekki hvað var í, en reyndist við komuna til Íslands vera kókaín. Þeir hafi þó vitað að í pakkanum væri eitthvað sem ekki mætti sjást.

Þegar þeir lentu á Keflavíkurflugvelli munu mennirnir hafa komið saman að græna hliði Tollgæslunnar á flugvellinum en verið teknir afsíðis af tollvörðum. Sýni voru tekin af höndum mannanna sem reyndist jákvætt fyrir kókaíni. Var þá framkvæmd líkamsleit á mönnunum sem leiddi í ljós að þeir höfðu falið kókaínpakkningar undir iljum og innvortis.

Í dómnum segir að hið minnsta annar mannanna hafi sýnt lögreglu samstarf við rannsókn málsins og meðal annars bent á móttakanda fíkniefnanna hér á landi. Mun það hafa leitt til handtaka hér á landi.

Í ákærunni yfir hinum meinta höfuðpaur segir að efnin hafi verið um 37-41% að styrkleika, sem er heldur minna en gengur og gerist í smyglmálum og má þannig ætla að búið hafi verið að þynna efnin verulega áður en þau voru send með mönnunum til Íslands.

Þá eru mennirnir jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað og nýtt í sína þágu fjármuni sem aflað var með ólögmætum hætti. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa þvætt samtals rúmleag 37 milljónir.

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness og er næst á dagskrá dómsins þann 14. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega