fbpx
Sunnudagur 29.maí 2022
Fréttir

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. desember 2021 12:40

Gunnlaugur Bragi Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýafstöðnum aðalfundi Hinsegin daga  var Gunnlaugur Bragi Björnsson kjörinn formaður félagsins til næstu tveggja ára. Hann tekur við embættinu af Ásgeiri Helga Magnússyni sem setið hefur í stjórn Hinsegin daga frá árinu 2018, þar af sem formaður í eitt ár. Önnur sem kjörin voru í stjórn félagsins eru Leifur Örn Gunnarsson, Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Ragnar Veigar Guðmundsson, Sandra Ósk Eysteinsdóttir og Sigurður H. Starr Guðjónsson.

Hinn nýkjörni formaður er vel kunnugur starfsemi félagsins en hann sat áður í stjórn Hinsegin daga um sjö ára skeið og var þar af formaður félagsins í tvö ár. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Samtakanna ’78 og Hinsegin kórsins. Gunnlaugur Bragi er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík, stundaði meistaranám í stjórnun við danska háskólann Roskilde Universitet og starfar sem samskiptastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Ný stjórn Hinsegin daga. Frá vinstri: Leifur Örn Gunnarsson, Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Sandra Ósk Eysteinsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Ragnar Veigar Guðmundsson, Sigurður H. Starr Guðjónsson.

„Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að taka sæti í stjórn Hinsegin daga á ný eftir tveggja ára hlé meðan ég bjó erlendis við nám og störf. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka fráfarandi formanni, Ásgeiri Helga Magnússyni, og þeim Elísabetu Thoroddsen, Herdísi Eiríksdóttur og Ragnhildi Sverrisdóttur, sem einnig hverfa úr stjórn félagsins, fyrir ómetanlegt framlag í þágu hinsegin fólks á Íslandi,“ segir Gunnlaugur Bragi.

Að hans sögn hafa Hinsegin dagar í gegnum árin skipt gríðarmiklu í baráttunni fyrir auknum réttindum og sýnileika hinsegin fólks.

„Ég hlakka til að vinna með nýrri stjórn að því að tryggja að svo megi áfram verða. Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega sett mark sitt á hátíðahöld síðustu tveggja ára. Af þeim sökum er þörfin fyrir sýnileika meiri en oft áður enda ljóst að ástand síðustu missera getur bitnað sérstaklega á jaðarsettum hópum. Við í nýrri stjórn Hinsegin daga bindum því vonir við að á árinu 2022 geti hinsegin fólk sameinast á götum Reykjavíkur á ný – hýrara, sýnilegra og stoltara en nokkru sinni fyrr.“

Hinsegin dagar verða haldnir í Reykjavík dagana 2.–7. ágúst 2022 og á dagskránni verður að vanda fjöldi fjölbreyttra viðburða. Dagskrá Hinsegin daga 2022 verður kynnt þegar nær dregur en nánari upplýsingar um Hinsegin daga má finna á www.hinsegindagar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu

Bandaríkjastjórn íhugar að senda sérsveitarmenn til Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forsetinn vildi ekki hitta Gunnar vegna sómölsku kvennanna sem á að vísa úr landi

Forsetinn vildi ekki hitta Gunnar vegna sómölsku kvennanna sem á að vísa úr landi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni

Þunguð kona sleppur við brottvísun að sinni