fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Örlagaríkt uppátæki Þorra á djamminu – „Ég veit ekki hvar ég er, get ekki hreyft líkama minn, ég skil ekkert“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 21:00

Skjáskot Kveikur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg höfum við tekið upp á ýmsu á djamminu en sum uppátæki eru örlagaríkari en önnur. Kvöld eitt þegar Þorri Harðarson var að skemmta sér árið 2018 tók hann upp á því að klifra upp í styttuna af Leifi Eiríkssyni fyrir framan Hallgrímskirkju. Hann hrapaði niður og fékk alvarlegt höfuðhögg sem olli framheilaskaða.

Þáttur Kveiks á RÚV í kvöld fjallaði um framheilaskaða og stöðu sjúklinga hér á landi sem hafa orðið fyrir honum.

Áðurnefndur Þorri er 24 ára gamall Garðbæingur. Fyrst eftir slysið var honum vart hugað líf og lá hann vikum saman milli heims og helju. Þorri vaknaði til lífsins á ný en hann var ekki lengur sami maðurinn.

„Allt í einu ranka ég við mér og ég veit ekki hvaða ár er, veit ekki hvar ég er, get ekki hreyft líkama minn, ég skil ekkert…“ segir Þorri er hann lýsir upplifuninni er hann vaknaði til meðvitundar á ný.

Höfuðhöggið olli Þorra framheilaskaða. Framheilaskaði getur valdið hömluleysi, hvatvísi, dómgreindarskoti, skapofsa og ofbeldishneigð. Samkvæmt ummælum fagfólks í þættinum er algengt að framheilaskaðasjúklingar sitji í fangelsi því meinið gerir fólki erfitt að fóta sig í samfélaginu. Erlendar rannsóknir benda til þess að í það minnsta helmingur fanga sé með einhvers konar heilaskaða.

„Þessir einstaklingar eiga hvergi inni, fá ekki að ljúka endurhæfingu sinni, þeir komast ekki áfram í kerfinu,“ segir Karl Fannar Gunnarsson, doktor í atferlisgreiningu.

Ekki er boðið upp á sérstaka meðferð við framheilaskaða á Íslandi og ríki og sveitarfélög hafa tekist á um hvor aðilinn eigi að standa straum af kostnaði við meðferð.

Þorri býr í félagslegu húsnæði en hefur ekki aðgang að faglærðu starfsfólki með þekkingu á hans meini. Líkamleg endurhæfing hans hefur gengið vel en hvað varðar framheilaskaðann stendur hann í stað, nær ekki framförum. „Ég er fastur á stað, það er enginn áfangastaður, mér líður eins og ég sé stuck í göngum og það er fólk í kringum mig, sem er að benda á, sjáðu ljósið þarna Þorri – það er ekkert ljós, ég veit ekkert í hvora áttina ég sný, það er ekkert ljós, í hvora átt sem ég sný,“ segir Þorri er hann tjáir sig um stöðnunina í lífi hans.

„Ég get einfaldlega ekki haldið svona óendanlega áfram. Ég viðurkenni það núna, hér og með, að þetta er of stórt verkefni. Að eiga að batna sjálfur,“ segir Þorri enn fremur.

Hann segist sakna þess að eiga kærustu og vakna við hliðina á einhverjum. „Ég sakna þess að skipta máli fyrir einhvern. Að gera dag einhvers bjartari og fallegri og bara meira fun, skemmtilegri. Núna vakna ég og ég ranghvolfi í mér augunum. Yes! Annar tilbreytingarlaus, tilefnislaus, endurtekning á sama deginum. Geggjað!“

Sjá nánar á ruv.is

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag