fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Áhrifarík stund í úrhelli á Arnarnesbrúnni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 12:30

Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrhellisrigning var í gær er samkoma til að minnast þeirra sem þurft hafa að þola tjón í umferðarslysum var haldin á Arnarnesbrúnni. Þá var liðið rétt ár frá því Anna Linda Bjarnadóttir lögmaður lenti í skelfilegu slysi á umferðarljósunum á þessum stað er ökumaður undir áhrifum áfengis fór yfir á rauðu ljósi og lenti í hliðinni á bíl Önnu Lindu.

Slysið hefur haft alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir heilsu Önnu Lindu en hún greindi frá málinu í DV-hlaðvarpinu á laugardag.

Sjá einnig: Örlagastund Önnu Lindu á Arnarnesbrú – „Bláókunnug manneskja ákvað að fá sér í glas og keyra undir áhrifum“

Anna Linda ráðgerði, ásamt stuðningskonum sínum, að kveikja á 105 kertum á brúnni, en það er sá fjöldi umferðarslysa sem orðið hafa á þessum stað samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegna úrhellisins var látið nægja að kveikja á einu kerti en ljósmyndari DV var viðstaddur og tók meðfylgjandi myndir.

Mynd: Eyþór

„Veðrið setti stórt strik í reikninginn en stundin var engu að síður hátíðleg,“ segir Anna Linda, en nokkrir íbúar úr Garðabæ voru viðstaddir athöfnina þrátt fyrir slæmt veður. Margir kveiktu á kertum heima hjá sér kl. 19 í gærkvöld og voru með í anda.

„Það hafa orðið mikil viðbrögð við viðtalinu, Ég hef það á tilfinningunni að fólk sé búið að fá nóg af slysum og vilji taka höndum saman um betri umferðarmenningu,“ segir Anna Linda ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans
Fréttir
Í gær

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“

„Menn sem aka svona „drekum“ hljóta að hafa efni á að borga í samræmi við það“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“