fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Fréttir

Sakar Megas um að hafa brotið gegn sér kynferðislega og samið lagatexta um brotið – „Mín leið til að lifa af var að halda fyrir kynfærin á mér“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. nóvember 2021 12:42

Megas, Magnús Þór Jónsson. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í forsíðuviðtali Stundarinnar sem kom út í dag er rætt við Bergþóru Einarsdóttur sem sakar tónlistarmanninn Megas um að hafa brotið á sér kynferðislega, í félagi við annan mann, árið 2004. Bergþóra lagði fram kæru árið 2010 en lögregla sagði málið vera fyrnt.

Í viðtalinu segist hún hafa kynnst Megasi og hinum manninum, Gunnari Erni Jónssyni, þegar hún var að vinna á veitingastað þar sem Gunnar var yfirkokkur en hann var jafnframt hluti af dúettnum Súkkati sem vann með Megasi undir nafninu Megasukk. Megas hafi alltaf kallað hana Litlu ljót eftir að hún kom í vinnuna einn daginn með fléttur líkt og Litla ljót í sögunni. Hún hafi borið mikið traust til hans en þeir báðir brotið á henni.

„Það var eins og ég væri lokuð inni í sjálfri mér og að fylgjast með þessu utan frá. Ég vildi bara passa að þeir færu ekki inn í mig. Þú ert bara að reyna að lifa af. Þú veist ekki hversu langt þetta mun ganga. Mín leið til að lifa af var að halda fyrir kynfærin á mér,“ segir hún.

Hún segist hafa gert þeim ljóst að það sem gerðist þarna um nóttina var ekki með hennar samþykki. Þá hafi hún leitað sér hjálpar að vinna úr áfallinu, meðal annars hjá sálfræðingum og geðlæknum. Hún hafi einnig upplifað áfallastreitu við að sjá og heyra í Megasi óvænt og reglulega, til að mynda í eitt skiptið í útvarpinu þegar hún hafi verið hjá tannlækni.

Seinna las hún textann við lagið Litla ljót sem Megas samdi og kom út árið 2005, og sá þar hliðstæðu við atburðina sem gerðust nóttina þegar mennirnir brutu á henni.

Megas neitaði viðtali við Stundina vegna málsins.

Hér má nálgast nýjasta blað Stundarinnar.

Textinn við lagið Litla ljót svohljóðandi:

Komdu fljót litla ljót
lasin ertu með fleiðraðan fót
heppin stúlka að hitta á mig
ég er í hjálparsveitinni og sprauta þig

l-í-ó-t liggðu flöt og krepptu hné,
l-í-ó-t glenntu þig svo sem gleiðust sé

ekki baun sárt leggstu alveg flöt
og afslöppuð, það þarf ekki að gera meir göt
græjaðu þig sem gleiðasta
já uppá gátt ég sker bara á brókina

nú kemur sprautustálið stinnt
eins og stýriflaug enda óræk hint
rennur smýgur alla leið inn
og para inn í sjálfan pestar-sentralinn

nú kemur serúmið séra ljót
og svo enn og aftur þú ferð ekki á fót
fyrr en orðin ertu vel hraust
heyrirðu! Ekkert nema sprautur gamanlaust

vanrækt ertu ljúfa löð
langar engan vegintil þess að þú sért glöð
þig vantar steinefni vesalings ljót
það er jú völ á einu –
-hart það er enn sem grjót

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hjarta þjóðarinnar slær með strákunum á ögurstundu – Þetta hafði fólk að segja um leikinn við Dani

Hjarta þjóðarinnar slær með strákunum á ögurstundu – Þetta hafði fólk að segja um leikinn við Dani
Fréttir
Í gær

Góð frammistaða gegn Dönum í fyrri hálfleik

Góð frammistaða gegn Dönum í fyrri hálfleik
Fréttir
Í gær

Lúið starfsfólk Landspítalans fékk glaðning í morgun frá KORE

Lúið starfsfólk Landspítalans fékk glaðning í morgun frá KORE
Fréttir
Í gær

Sakar N1 um „ógeðfelldar blekkingar“ og kallar eftir hörðum viðbrögðum – „Viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni“

Sakar N1 um „ógeðfelldar blekkingar“ og kallar eftir hörðum viðbrögðum – „Viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni“