fbpx
Laugardagur 22.janúar 2022
Fréttir

Einar Ágúst nær edrútímum en fellur svo aftur – „Ég er mjög brotinn og ekki á besta stað í lífinu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. nóvember 2021 12:00

Einar Ágúst Víðisson. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég nenni þessu ekki. Ég er bara kominn með nóg. Ég er mjög brotinn og er ekki á besta stað í lífinu, en ég næ edrútímum og ég næ flugi og svo grípur kvíðinn og þunglyndið inn í sem og verkirnir og ég fer niður brekku. Svo endar það með því að ég fæ mér Baileys í kaffið eða reyki eina jónu og svo upp á vagninn aftur. Það er þessi leiðindahringur í lífi mínu sem ég er orðinn svo þreyttur á,“ segir poppstjarnan Einar Ágúst Víðisson í einlægu og opinskáu viðtali við Mannlíf.

Einar Ágúst veltir því fyrir sér hvers vegna hann eigi svo erfitt með að ná bata frá fíkn. Hann segist hafa verið sakaður um að vera narsissisti en hann tikki ekki í það box þar sem hann hafi mikla samúð með öðrum.

Einar Ágúst er spurður út í #metoo byltinguna og segir hann að hún sé fyrir löngu tímabær. Hann kannist við að nafn hans hafi verið nefnt í sambandi við hana en segist þó ekki vera ofbeldismaður og ekki vera kynferðisafbrotamaður.

„Án þess að maður hendi undir lestina einhverjum nöfnum þá er þessi umræða löngu tímabær, það er löngu tímabært að gera eitthvað í þessum málum og það er löngu tímabært að skera upp herör gegn þessari ógeðslegu nauðgunarmenningu sem karlpeningurinn hefur haft á kvenþjóðinni frá upphafi mannkynssögunnar. Þá höfum við verið níðingar. Og þegar þessi umræða fór af stað nýverið, þá sagði ég „yes, nú er þetta að gerast“. Svo fer umræðan út um allt og maður veit ekki hvar maður hefur fólk. Ég hef sjálfur þurft að upplifa það í gegnum tíðina að hafa mikið að segja, en ég hef kannski skemmt rosalega mikið fyrir sjálfum mér með skapinu. Ég get gert fólk frávita af hræðslu með lýsingarorðanotkun,“ segir Einar Ágúst.

Í viðtalinu við Mannlíf segir Einar Ágúst meðal annars hreinskilnislega frá sakamálum sem hann hefur verið bendlaður við.

Þess má geta að Einar Ágúst kom við sögu í átökum sem áttu sér stað á bar í Hafnarfirði fyrir skömmu en þar segist hann hafa verið að bjarga vinkonu sinni frá sambandsofbeldi. Hann ræddi þá við DV og sagði meðal annars:

„Ég hef gert þetta í mörg ár. Til dæmis eftir böll, ef einhverjir strákaumingjar eru að draga burtu ungar stelpur inn í bíl, bjóðandi þeim far af því þær eiga ekki peninga, þá rétti ég þeim bara tíu þúsund kall fyrir leigubíl og svona. Ég hef engan tolerans fyrir bullshit. Það er nóg af því í mínu höfði. Og ofbeldi gagnvart konum, þetta heimilisofbeldi, það er komið nóg! Ég spring bara yfir slíku, ég tek þessa gaura og rasskelli þá út úr sveitarfélaginu. Ég er búinn að fá nóg og stend upp fyrir öllum konum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reynir segir að Mannlíf opni aftur eftir risaárás – „Við erum bara að sópa upp glerbrotum hérna“

Reynir segir að Mannlíf opni aftur eftir risaárás – „Við erum bara að sópa upp glerbrotum hérna“
Fréttir
Í gær

Handbolti, strandbarir og borgarblús: Íslendingar flykkjast til útlanda þrátt fyrir viðvaranir sóttvarnaryfirvalda – Öll lönd heims enn „áhættusvæði“

Handbolti, strandbarir og borgarblús: Íslendingar flykkjast til útlanda þrátt fyrir viðvaranir sóttvarnaryfirvalda – Öll lönd heims enn „áhættusvæði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar N1 um „ógeðfelldar blekkingar“ og kallar eftir hörðum viðbrögðum – „Viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni“

Sakar N1 um „ógeðfelldar blekkingar“ og kallar eftir hörðum viðbrögðum – „Viðskiptasiðleysi stjórnenda Festi hefur náð nýjum botni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fleiri slæmar fréttir af Strákunum okar – Aron og Bjarki líka með Covid

Fleiri slæmar fréttir af Strákunum okar – Aron og Bjarki líka með Covid