fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Morðingi Freyju dæmdur í ævilangt fangelsi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flemming Mogensen, sem játaði að hafa myrt Freyju Egilsdóttur með hrottafengnum hætti á heimili hennar í Malling á Jótlandi þann 29. janúar síðastliðinn, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Dómur þess efnis var kveðinn upp rétt í þessu í dómshúsinu í Árósum. Flemming var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 1996 fyrir að hafa banað barnsmóður sinni, Kristina Hansen.
Blaðamaður DV var viðstaddur réttarhöldin og dómsuppkvaðningu sem gekk hratt fyrir sig í ljósi þess að játning lá fyrir.

Hér má lesa lýsingar blaðamanns úr dómsal í tveimur hlutum:

Réttarhöldin yfir morðinga Freyju hafin í Árósum – Hryllilegar lýsingar úr dómssal

Morðingi Freyju var líklegur til að beita nákomna ofbeldi – Afar hættulegur samkvæmt geðlæknum

Í dómsorði kom fram að Flemming ætti sér engar málsbætur. Hann væri sviptur öllum réttindum hvað varðar  arf, lífeyrisréttindi og annað sem má segja að sé afleiðing af dauða Freyju. Þá þarf hann að greiða allan málskostnað 285.000 danskar krónur sem og 500.000 danskar krónur í bætur handa þremur börnum Freyju.
Verjandi Flemming sagði að hann myndi taka sér umhugsunartíma um hvort að áfrýjað yrði til Vestri Landsréttar. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til ákvörðun liggur fyrir um áfrýjun eða afplánun hefst.

Morðinginn var síðan færður á brott af fangavörðum og fluttur aftur í fangelsið í Silkeborg þar sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann

Banaslys á Reykjanesbraut: Var ofurölvi þegar ekið var á hann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Í gær

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Í gær

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun“

„Pabbi, má ég innrétta bílskúrinn? Ég fékk ekki lán fyrir 60 fermetra íbúð. Ég er bara með 900.000 í mánaðarlaun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sendir Miðflokknum pillu – „Eigingjarnt, einfeldnislegt og skammsýnt“

Þórdís Kolbrún sendir Miðflokknum pillu – „Eigingjarnt, einfeldnislegt og skammsýnt“