fbpx
Þriðjudagur 09.ágúst 2022
Fréttir

Ragnar stígur fram og tjáir sig um þvottaherbergið umdeilda á Álfhólsvegi – „Þetta er ekkert annað en valdníðsla“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 16:18

Samsett mynd úr aðsendu efni. Í bakgrunni Ragnars Þórs er þvottahúsið sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur um þvottaherbergi á Álfhólsvegi hafa vakið mikla athygli eftir að DV birti frétt um málið á föstudag.

Sjá einnig: Átök um þvottaherbergi á Álfhólsvegi orðin dýrkeypt og farin í gegnum Landsrétt 

Málið er nú farið í gegnum tvö dómstig, Héraðsdóm og Landsrétt. Í augnablikinu hugar íbúinn sem tapaði málinu, Ragnar Þór Egilsson, ásamt lögmanni sínum, að umsókn um áfrýjunarleyfi fyrir Hæstarétti. Það er því möguleiki að deilur um þvottaherbergi á Álfhólsvegi fari í gegnum þrjú dómstig á Íslandi. Ragnar Þór segir að héraðsdómur og Landsréttur hafi brotið gegn stjórnarskrárbundnum rétti sínum. „Enginn skilur þennan dóm,“ segir Ragnar í viðtali við DV.

Hann segir að umgengni konunnar um þvottahúsið, óreiða þar og þvottastúss um nætur hafi orðið til þess að hann missti þolinmæðina og rauf þá hefð að veita sambýlingum sínum aðgang að þvottahúsinu þó að það væri skilningur allra að það væri í hans eign. Konan hafi þá bent honum á að hún væri lögfræðingur og það væri vinur hennar líka og hann yrði kærður fyrir þetta. Áður en við förum nánar út í þessa sögu Ragnars er rétt að rifja upp málið:

Húsið var byggt sem parhús árið 1952 og skiptist í austurenda og vesturenda. Með nýrri eignaskiptayfirlýsingu fyrir austurenda hússins sem þinglýst var haustið 1987 var þeim hluta hússins skipt í tvo eignarhluta, annars vegar tvær efri hæðir hússins, þar með talinn bílskúr og iðnaðarhúsnæði, sem verði 70,61% alls hússins, og hins vegar þriggja herbergja íbúð í kjallara, sem verði 29,39% hússins.

Ragnar Þór Egilsson keypti kjallaraíbúðina árið 1987 á þeim forsendum að þvottaherbergi í kjallaranum væri hluti af henni. Engu að síður var þvottaherbergið notað af öðrum íbúum hússins árum og áratugum eftir það, hafði enda fyrri eigandi gert samkomulag um það við íbúana.

Bæði héraðsdómur og Landsréttur hafna því að eignaskiptayfirlýsingin sanni að þvottahúsið sé í séreign Ragnars Þór. Hann segir dómana taka mark á eldri og úreltum gögnum um þetta en málið er nokkuð flókið. Álítur Landsréttur að tilgreind skráningarnúmer í eignaskiptayfirlýsingunni stemmni ekki við opinber gögn. Reifun dóms Landsréttar í málinu er eftirfarandi:

„Ágreiningur málsaðila laut að því hvort þvottaherbergi í kjallara fasteignarinnar Á væri í óskiptri sameign þeirra eða séreign R. Í dómi Landsréttar kom fram að
samkvæmt lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús væri hugtakið sameign skilgreint neikvætt miðað við séreign og væri sameign meginregla. Löglíkur væru því jafnan
fyrir því að umþrætt húsrými og annað væri í sameign. Sameignina þyrfti ekki að sanna og sá sem héldi því fram að tiltekið rými væri séreign yrði að bera
sönnunarbyrði fyrir þeirri fullyrðingu. Þá kom fram að eignaskiptayfirlýsing fyrir fasteign fæli í sér samning eigenda fjöleignarhúss og markaði grundvöll að réttindum þeirra og skyldum innbyrðis. Í eignaskiptayfirlýsingu fyrir fasteignina Á kæmi fram að íbúð R væri auðkennd í fasteignamati með tilgreindu skráningarnúmeri en þar væri ekki getið þess skráningarnúmers sem samkvæmt opinberum gögnum vísaði til sameiginlegs rýmis í kjallara. Að því leyti var eignaskiptayfirlýsingin ekki talin renna stoðum undir það að þvottaherbergið væri séreign R. Að því gættu og með hliðsjón af meginreglum fjöleignarhúsalaga var ekki talið að R hefði tekist sönnun þess að þvottaherbergið væri séreign hans. Var því fallist á niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um að þvottaherbergið teldist vera í óskiptri sameign málsaðila.“ 

„Í 27 ár var þetta ekki vandamál“

Ragnar bendir á að þvottaherbergið sé hluti af íbúðinni hans: „Málið er það að þvottaherbergið er herbergi sem er inni í íbúðinni minn í kjallaranum. Áður fyrr var farið undir stiga í gegnum kústaskáp og beint inn í íbúðina mína. Því lokaði ég en eftir voru smádyr sem hægt er að komast inn um inn í þvottaherbergið. En ef t.d. einhver ætlar að komast þarna inn með þvottavél þá þarf ég að opna fyrir viðkomandi útidyrnar mínar og hleypa þar í gegn,“ segir Ragnar.

Hann bendir á að ósamkomulag hafi ekki orðið í húsinu fyrr en árið 2014. „Við kaupum hérna 1987 af sama aðila og hjón sem keyptu af honum miðhæðina og risið, þau kaupa líka iðnaðarrými í kjallaranum, en þetta iðnaðarherbergi átti að verða þvottahús. Seljandi og hjónin koma þá til mín og biðja um að þau fengju að nota þvottaherbergið ef allt yrði í góðu og ég jánkaði því. Í 27 ár var þetta ekki vandamál, það var gott samkomulag á milli okkar. Þau selja 2014 og þá koma hjón sem fara að reka þarna Airbnb-íbúð og fengu leyfi til þess frá Kópavogsbæ og sýslumanni þó að brunavörnum væri áfátt. Ég kærði það.“

Segir konuna hafa sett í þurrkara á næturnar

Ragnar segir að það næsta sem hafi gerst hafi verið að núverandi eigandi hins hluta hússins, kona sem er fasteignasali og lögfræðingur, hafi keypt af þessum hjónum.

„Einum og hálfum mánuði síðar bankaði hún upp á hjá mér og bað um leyfi til að fara með þvottavélina í gegn. Ég leyfði það með því skilyrði að það yrði allt í góðu, en það varð ekki þannig, hún var að setja í þvottavélina 11-12 á kvöldin og hún setti þurrkara í gang klukkan 2-3 á nóttunni. Þá fékk ég alveg nóg, fyrir utan sóðaskapinn í þvottahúsinu, og skrifaði  bréf, ég er skrifblindur og ekki lögfræðingur, festi á hurðina – henti draslinu og þvottinum sem hún var með hérna og læsti þvottaherberginu. Hún segir við mig að hún sé lögfræðingur og hún ætli að kæra mig, sem hún gerði. Ég er með eignaskiptayfirlýsingu sem segir að mín íbúð sé þriggja herbergja íbúð og hún kemur með eignaskiptalýsingu sem gildir fyrir húshlutann við hliðina, kemur með eldgamalt blað frá Kópavopgsbæ. Einhvern veginn í fjandanum dæma bæði héraðsdómur og Landsréttur eftir þessu bréfi,“ segir Ragnar, afar ósáttur.

„Við skiljum ekki dóminn, það skilur enginn dóminn, af hverju þeir eru að dæma mér í óhag.“

Ragnari er gert að láta ganga til baka þær breytingar sem hann hefur gert á þvottahúsinu, að viðlögðum dagsektum. Hann segir að um sé að ræða afskaplega litlar framkvæmdir:

„Þetta er ekki neitt. Ég málaði þetta herbergi, það hafði ekki verið málað í 30 ár, ég skar niður þvottasnúrurnar, setti inn tvö rúm en ég fékk dóttur mína og barnabarn í heimsókn frá Danmörku í sumar og þau sváfu þarna. Það þarf bara að losa rúmin og selja þau á Bland eða eitthvað. Jú og það þarf að opna aftur dyrnar, ég lokaði þeim.“

Ragnar segist hafa fengið samúðarkveðjur og stuðningsyfirlýsingar eftir að DV birti frétt um dóminn í Landsrétti á föstudag.

„Þetta er ekkert annað en valdníðsla. Þinglýstur eignaskiptasamningur er til þess að vernda fyrir þriðja aðila. Samkvæmt stjórnarskránni er eignarréttur minn tryggður en þeir hlustuðu ekkert á mig,“ segir Ragnar sem nú hugar að áfrýjun málsins til Hæstaréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar

Allir eru velkomnir á spænskar strendur segja spænsk stjórnvöld – Auglýsingaherferðin hneykslar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær

Varað við hættum á gosstöðvunum – Einstaka ferðamenn urðu sárir í nótt og í gær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ósáttar við vinnubrögð MAST eftir tilkynningu um mögulegt dýraníð – Maður dregur dalmatíu-hvolp með valdi

Ósáttar við vinnubrögð MAST eftir tilkynningu um mögulegt dýraníð – Maður dregur dalmatíu-hvolp með valdi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segja að aldrei hafi verið eins langt á milli Úkraínu og Rússlands hvað varðar friðarviðræður

Segja að aldrei hafi verið eins langt á milli Úkraínu og Rússlands hvað varðar friðarviðræður
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu

Tveir breskir lögreglumenn grunaðir um manndráp – Lömdu og skutu 93 ára heilabilaðan mann með rafbyssu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“

Sara orðlaus yfir hroka og dónaskap þeirra sem fóru að eldgosinu – „Hver ól þau upp?“