fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Þjóðþekktir Íslendingar sagðir sekir í svindlmáli sem litið er alvarlegum augum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. nóvember 2021 16:00

Myndin er samsett. Mynd af golfvelli: GR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir einstaklingar hafa fengið áminningu og einn farið í skráningarbann á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur vegna máls sem litið er alvarlegum augum af framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands. Einstaklingurinn sem kominn er í skráningarbann varð uppvís að því að tengja forrit við Golfbox, skráningarkerfi golfvalla, og nota það til að skrá rástíma að vild og komast þannig fram fyrir röðina.

RÚV fjallaði um málið en samkvæmt heimildum þeirra eru þrír þjóðþekktir aðilar á meðal þeirra sem hafa gerst sekir um svindlið.  Heimildir RÚV herma að þjóðþekktu aðilarnir séu forstjóri stórfyrirtækis, þekktur fjölmiðlamaður og fyrrverandi þingmaður.

Brynjar Eldon, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, segir í samtali við RÚV um málið að það sé, eins og áður segir, litið alvarlegum augum. „Það virðist vera að einhver hafi verið að beita svokölluðum skriftum við að komast að í rástíma og þá framfyrir aðra í röðinni sem er óásættanlegt. Við vitum af tveimur málum sem hafa komið upp í golfhreyfingunni síðan við tókum upp þetta kerfi,“ segir hann.

„Þetta er bara vont mál – þarna er bara verið að svindla. Það er hægt að gera ranga hluti á flestum tölvukerfum ef vilji er fyrir því og þarna eru einstaklingar sem gera það og ég vona svo sannarlega að klúbbarnir taki hart á þessu. Þetta er bara leiðinlegt mál.“

Þá segir Brynjar að það komi til greina að vísa þjóðþekktu aðilunum og öðru fólki í sömu sporum úr klúbbum fyrir svindl sem þetta. „Enda mjög alvarlegt að gera þetta og þarna er augljóslega verið að brjóta reglur.“

Uppfært kl. 16:14:

Vísir fjallaði einnig um málið en þar kemur fram að það sé golfklúbburinn Stullarnir sem sakaður er um svindlið. Þjóðþekktir einstaklingar eru í hópnum, til að mynda forstjórinn Hreggviður Jónsson, fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson og lögmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson.

Golfhópurinn segir þó að málið sé rugl, það sé byggt á misskilningi og að því sé lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil