fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Gabríela Bryndís um narsissisma og gaslýsingu í forsjármálum „Þeir blekkja og blekkja og blekkja“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 20. nóvember 2021 12:30

Gabríela Bryndís Ernudóttir. Skjáskot/Eigin Konur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríela Bryndís Ernudóttir sálfræðingur og einn af stofnendum „Líf án ofbeldis“ er gestur Eddu Falak í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Eigin Konur.

Samtökin Líf án ofbeldis eru baráttusamtök mæðra og uppkominna barna sem krefjast þess að börn séu vernduð gegn ofbeldi feðra í umgengnis- og forsjármálum.

Nota kerfið til að viðhalda ofbeldinu

Gabríela Bryndís segir að samtökin beiti sér í málum þar sem mæður eru að fara úr ofbeldissamböndum. „Þá er þeim eignlega gert ókleift að vernda börnin sín gagnvart ofbeldismanninum vegna þess að ofbeldismaðurinn hefur sinn rétt til umgengni og það er mjög algengt að ákveðnar týpur af ofbeldismönnum nota kerfið til að viðhalda ofbeldinu á þennan hátt, og nota börnin til að viðhalda ofbeldinu.“

Hún segir marga halda að kerfið verndi börnin í þessum aðstæðum og verndi þau frá ofbeldi en því fari fjarri.

Þeir verstu af þeim verstu

„Málið með mennina sem eru gerendur í þessum málum sem við erum að tala um , þeir eru mjög oft með persónuleikabresti eins og narsissisma og eru líka bara siðblindir þannig að þeir hafa ekki bara með narsissisma heldur fá líka eitthvað út úr því að meiða. Við erum í alvörunni að tala um the worst of the worst í þessum málum. Fólk þarf að hafa í huga að kynbundið ofbeldi er til og það er eitthvað sem við þurfum að gera ráð fyrir. … Það er miklu líklegra að konur verði fyrir ofbeldi af hálfu maka en karlmenn. Það er bara staðreynd. Við erum með kvennaathvörf um allan heim og það er ástæða fyrir því,“ segir Gabríela Bryndís.

Hún tekur fram að hún skilji vel að fólk trúi oft gerandanum þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum því þó narsissistar séu kannski ekki með góða tilfinningastjórn þá eru þeir með góða sjálfsstjórn þegar þeir vilja og þörf krefur. Þannig sýni þeir vinum sínum ekki þá tilburði sem þeir sýna maka og oft séu þeir búnir að safna í kring um sig vinum sem ógna þeim ekki á neinn hátt og sýna þeim mikla hollustu, eins og þeir séu búnir að „grooma“ þessa menn til að geta seinna notað þá gegn þolendum sínum.

Hafa litla samkennd með öðrum og telja sig betri en aðrir

Gabríela Bryndís segir að narsissismi sé ákveðinn eiginleiki en geti líka flokkast sem persónuleikaröskun, og þá þurfi viðkomandi að uppfylla ákveðin greiningarviðmið. Þessi eiginleiki þarf þá að vera farinn að hamla fólki í lífinu og í samskiptum, vera með lélega tilfinningastjórn, vera mjög upptekinn af eigin ágæti og yfirborðskenndur. Narsissistar hafi líka litla samkennd með öðrum, eigi erfitt með að setja sig í spor annarra og upplifa að þeir séu betri en aðrir.

Oft séu þessir aðilar dýrkaðir og dáðir af vinum sínum og eru í góðra vina hópi bæði hressir og sjarmerandi. Að sögn Gabríelu Bryndísar eru það þessir þættir sem flækja hlutina svo mjög hjá þeim sem leita til Lífs án ofbeldis vegna forsjármála.

Djúpstætt ofbeldi

„Þeir blekkja og blekkja og blekkja. Líka sálfræðinga, líka félagsráðgjafa og lögfræðinga og dómara, og eru oft búnir að ná að blekkja jafnvel fjölskyldu þolandans. … Þetta er svo djúpstætt ofbeldi og það er horrifying að horfa upp á þetta,“ segir hún.

Gabríela Bryndís og Edda Falak ræða einnig um gaslýsingu, úrræði fyrir gerendur „og það sé misskilningur að við séum að hjálpa gerendum með drottningarviðtölum og þar af leiðandi að styðja þá í þessari gaslýsingu og fórnarlambsleik,“ eins og segir í lýsingu á þættinum.

Þáttinn hjá sjá og heyra hér í heild sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH