fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Heitar tilfinningar eftir tap í Morfís – „Aldrei á ævi minni verið jafn reiður eftir keppni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst verst hvað þau voru óánægð með sjálf sig, þeim fannst þau hafa brugðist,“ segir Arnar Kjartansson, þjálfari Morfís-liðs Fjölbrautarskólans í Garðabæ (FG) eftir naumt tap gegn liði Flensborgar í Hafnarfirði, í æfingaleik í Morfís í gærkvöld. Arnar gerir athugasemdir við dómaramál í Morfís-keppninni en hann var sársvekktur eftir tapið í gærkvöld sem hann taldi ósanngjarnt, lét hann eftirfarandi ummæli flakka á Twitter:

„Ég er gjörsamlega gutted eftir ósanngjarnt tap í kvöld hjá krökkunum sem ég þjálfa. Óskiljanlegir dómar sem færðu okkur tæpt tap, krakkarnir í molum. Aldrei á ævi minni verið jafn reiður eftir keppni.“

Arnar hefur mikla reynslu af þjálfun Morfís-liða, samtals hefur hann þjálfað í sex ár. Aðalkeppni Morfís hefst ekki fyrr en í janúar en nú stendur yfir æfingaleikjatímabil. Keppnin er bæði spennuþrungin og vinsæl en í úrslitum aðalkeppninnar er jafnan fullt hús áhorfenda, þegar sóttvarnatakmarkanir leyfa slíkt.

Arnar segir að reynsluleysi hafi valdið, að hans mati, ósanngjörnum úrslitum í gærkvöld, en í aðalkeppninni geti hins vegar því miður borið á hlutdrægni. Hann segir að tveir af þremur dómurum kvöldsins hafi verið nýgræðingar. „Ég held að reynsluleysi hjá tveimur dómurum hafi verið aðalástæðan, einn dómarinn var að dæma í fyrsta skipti og annar í annað skipti, þá eiga menn til að dæma ekki of mikinn mun á keppendum liðanna, dæma liðunum svipað af því þeir vita ekki hvað þeir eru að gera.“

Raunar lýsir Arnar yfir ánægju með viðbrögð þriðja dómarans, sem er reynslumikill, er hann ræddi við hann, en sá hafi gefið honum tveggja blaðsíðna skýrslu um það sem betur mætti fara hjá liði FG. Segist hann vera mjög þakklátur fyrir það.

Meðal þess sem Arnari þótt miður fara í vinnubrögðum dómaranna í gærkvöld er þetta: „Einn ræðumaður hins liðsins ruglaðist rosalega mikið í sínum ræðum, bara alveg 8 til 10 sinnum út ræðuna, en var samt að fá tiltölulega hátt í málflutningi hjá allavega tveimur dómurum, einn dæmdi honum einhver 8 sig. En sigurinn hjá Flensborg var naumur, stigamunurinn var einhver 21 stig, þannig að svona lagað vegur þungt.“

Óæskilegir vinagreiðar

Arnar segir að reynsluleysi en ekki hlutdrægni hafi valdið, að honum finnst, röngum úrslitum í gærkvöld. Dómaraval sé vandaðra í aðalkeppninni. Hún sé hins vegar ekki alveg alltaf laus við hlutdrægni, því miður:

„Það er fullt af flottum dómurum en gallinn við Morfís finnst mér vera sá að þjálfarar velja dómara og ég hef lent á móti reynslumiklum þjálfurum sem hafa samþykkt vini þjálfara í hinu liðinu sem dómara, sem dæma ekki satt og rétt og eru að gera vinum sínum greiða, eru hlutdrægir. Þegar eitt liðið er með reynslumikinn þjálfara sem hefur kannski þjálfað í sex sjö ár og þekkir rosalega marga, en svo eru kannski þjálfarar að stíga sín fyrstu skref, sem mér finnst dálítið mikið um núna.“

Arnar telur að stjórn Morfís ætti að skipa dómara, eins og tíðkist í öðrum íþróttagreinum. Það væri betra fyrirkomulag en það sem nú er í gangi, að þjálfarar liða velja dómara í sameiningu. „Það myndi koma betur í veg fyrir hlutdrægni og ósanngirni í dómgæslu,“ segir Arnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“
Fréttir
Í gær

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa

Vel heppnuð árás Úkraínumanna á helstu gasstöð Rússa