fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

92% Íslendinga ætla að kaupa jólagjafirnar í íslenskum verslunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

92% Íslendinga ætla að kaupa jólagjafirnar í íslenskum verslunum þetta árið. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Prósent gerði um jólagjafakaup landsmanna en könnunin var gerð dagana 30. október til 7. nóvember.

Um 92% þeirra sem tóku afstöðu sögðust ætla að kaupa jólagjafir í íslenskum verslunum, um 56% í íslenskum netverslunum, um 17% í erlendum verslunum og um 27% í erlendum netverslunum. Konur voru líklegri en karlar til að ætla að kaupa jólagjafir í innlendum netverslunum. 44 ára og yngri voru líklegri til að ætla að eiga í viðskiptum við íslenskar vefverslanir en 55 ára og eldri. 54 ára og yngri voru líklegri til að ætla að versla í erlendum vefverslunum en þeir sem eru eldri.

Hvað varðar upphaf jólagjafakaupanna sögðust 32% hafa byrjað að kaupa jólagjafir áður en nóvember gekk í garð. Um 37% reiknuðu með að hefja kaupin í nóvember og um 29% í desember. 1% ætlar að versla á Þorláksmessu. Tæplega hálft prósent nefndi annan tíma og 1% ætlar ekki að kaupa neinar jólagjafir. Konur eru fyrr í jólagjafakaupunum en karlar en 38% þeirra höfðu hafið gjafakaupin áður en nóvember gekk í garð en hjá körlum var hlutfallið 27%.

Fleiri karlar en konur gera ráð fyrir að byrja gjafakaupin í desember eða 38% á móti 20%.

Um netkönnun var að ræða og svöruðu 965 manns eða 48% aðspurðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu