fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Greinir aukið ofbeldi ungmenna: Geyma vopn í skólatöskum sínum – „Þau ganga með hnúajárn á sér, skiptilykla, hamra“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. nóvember 2021 14:00

Myndin sýnir áverka á manni sem varð fyrir árás ungmenna í október. Ráðist var á hann með exi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aukinn vopnaburður ungmenna og ofbeldisfullar árásir með vopnum færast í vöxt, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkn- og fjölskyldufræðings. Hún segir unglinga í vaxandi mæli ganga með vopn á sér og beita þeim í átökum. Þetta haldist í hendur við aukna fíkniefnanotkun unglinga sem sé falin og komi ekki fram í könnunum. Guðrún bendir jafnframt á unglingar verði sé út um fíkniefni og annan ólöglegan varning á samskiptaforritinu Telegram.

Þetta kom fram í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Að sögn lögreglu hefur grófum ofbeldisverkum fjölgað að undanförnu og gripið er fyrr til vopna en áður. Hnífaárás ungra manna í Garðabæ um helgina hefur vakið óhug og DV hefur á undanförnum mánuðum greint frá nokkrum óhugnanlegum málum. Seint í október ræddi DV við móður manns sem ráðist var á exi er hann var á heimleið fótgangandi. Réðust þá á hann tveir 17-18 ára menn og hjuggu með exi í hnakkann.

Í september greindi DV frá hryllilegri árás með hömrum á hóp ungmenni á heimili í Kársnesi. Þessar fréttir eru aðeins brot af fréttaflutningi fjölmiðla um árásir með vopnum og áhöldum undanfarna mánuði og aðeins brot af tilvikum rata í fréttir.

 

Hefur merkt aukið  ofbeldi og vopnanotkun ungmenna

Guðrún segir ofbeldismál af þessu tagi, þ.e. þar sem beitt er vopnum á borð við hnífa, hnúajárn og hamra, færast í vökt og hún fær slík mál inn á borð til sín. „Þau segja að þau gangi allajafna með vopn á sér í skólanum og eftir skóla. Þetta færist í aukana. Inni á appi sem heitir Telegram virðast þau geta keypt  ýmsan ólöglegan varning og fleira, eiturlyf, vopn…“

Guðrún segir börnin geyma vopn í skólatöskum sínum. „Þau ganga með hnúajárn á sér, skiptilykla, hamra…“

„Þetta er raunverulegt vandamál vegna þess að við sjáum í fréttum núna nángast daglega að einhver er stunginn, einhver er illa barinn, ungmenni eru að lenda í lögreglu vegna grófra ofbeldisverka, þetta eru ekki slagsmál heldur hnífstungur og skurðir.“

 

Guðrún Ágúst Ágústsdóttir

 

 

 

 

 

 

 

Aukin fíknefnaneysla mælist ekki í opinberum tölum, t.d. frá Landlækni, en Guðrún segir að fíkniefnaneysla unglinga sé falin. Hún komi ekki fram í könnunum sem framkvæmdar eru í skóla. Unglingar tjá Guðrúnu að þau svari ekki rétt til í þessum könnunum. Guðrún greinir jafnframt frá vaxandi notkun á fíkniefninu Spice:

„Unglingar eru að reykja efni sem heitir Spice og þau geta verið ansi lengi í neyslu sem er falin fyrir foreldrum þeirra og þarna held ég að þetta byrji að rúlla, þau eru eftirlitslaus í langan tíma eftir skóla og fram á kvöld og eru að dunda sér í þessu, reykja þetta Spice sem veldur því meðal annars að þau verða árásargjarnari og þetta fer í þau þannig.“

Guðrún segir að þó að neysla fíkniefna sé alltaf slæm fyrir mannsheilann séu heilar unglinga sérstaklega viðkvæmur fyrir henni þar sem þeir séu enn að þroskast.

Guðrún segir einnig að neysla almennt fari vaxandi í samfélaginu og það sýni m.a. sölutölur ÁTVR, sem geri til kynna að áfengisneysla foreldra unglinga og ungmenna fari vaxandi og þetta spili saman.

Aðspurð hvort börnum líði verr en áður segir Guðrún að börnum líði ekki alltaf vel í góðæri, þó að hagkerfið sé á blússandi siglingu og gangi vel í samfélaingu þá þýðir það oft að minni tími sé fyrir samveru fjölskyldu. Hún telur einnig að efni á borð við tölvuleiki, tónlistarmyndbönd og Netflixþáttaseríur sé uppfullt af ofbeldisefni sem ýti undir þessa hegðun. „Allt þetta umhverfi er hlaðið ofbeldi,“ segir Guðrún en hlýða má á viðtalið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“