fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Allt brjálað í Costco: Heilu brettin af „jólagjöfinni í ár“ koma og fara – „Einn labbaði út með 8 stykki“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 12:14

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem fjöldi Íslendinga muni fá sömu jólagjöfina undir tréð í ár, það er að segja ef marka má viðbrögð neytenda við vöru sem kemur í brettatali og selst nánast samstundis í Costco. Um er að ræða loftsteikingarpott, eða AirFryer eins og potturinn er gjarnan kallaður. Potturinn „djúpsteikir“ mat með lofti en ekki olíu og er afar vinsæll, ekki síst vegna áhrifavalda og annarra samfélagsmiðlastjarna. Jólagjöfin í ár hjá mörgum verður því án efa loftsteikingarpottur úr Costco.

Mynd af tómum brettum sem áður hýstu kassa af loftsteikingarpottnum í Costco vakti gífurlega athygli í Facebook hópnum vinsæla, COSTCO – Gleði. Fjöldi fólks furðaði sig á eftirspurninni en aðrir tóku þátt í henni í athugasemdunum. „Af hverju kemur svona lítið í einu? Það væri örugglega hægt að selja nokkra gáma,“ segir til að mynda í einni athugasemdinni.

„Fólk notar þetta einu sinni á ári,“ sagði svo maður nokkur sem virðist ekki vera hrifinn af pottinum umrædda.

„Einn labbaði út með 8 stykki“

DV hafði samband við meðlim hópsins sem birti myndina, Árný Rós Böðvarsdóttur. Árný var heppinn að ná að kaupa svona loftsteikingarpott. „Þetta er alveg snilld sko. Þetta er svona AirFryer og hann kostar bara 10.299 krónur. Hann er alveg rosalega góður, fínn og flottur og allt það,“ segir Árný og bætir við að eftirspurnin eftir þessum pottum sé gríðarleg.

„Það eru að koma bretti eftir bretti eftir bretti, það eru að koma kannski – ég heyrði einhverjar tölu – 245 í einu. Þeir eru farnir bara strax. Eins og um daginn þá opnaði klukkan 10 og þeir voru allir búnir fyrir hálf tólf. Fólk er að taka þetta bara, einn labbaði út með 8 stykki. Það er náttúrulega verið að gefa þetta í jólagjafir líka og svona.“

Mynd/Aðsend

Munaði litlu að hún missti af pottinum

Eins og áður segir náði Árný að kaupa pottinn sem um ræðir en það munaði litlu að hún næði því ekki. Þar sem hún var upptekin náði hún ekki að mæta í Costco um leið og verslunin opnaði en hún hugsaði að það myndi ekki skipta máli ef hún myndi bara mæta í hádeginu.

„Ég hugsaði með mér að ég hlýti að ná að klára þetta og bruna svo niður í Costco,“ segir hún en eftir að hafa fengið einhverja tilfinningu og ákvað að athuga hvort einhver gæti keypt pottinn fyrir sig. Skyldmenni hafði þá samband við hana og sagðist geta skotist og keypt fyrir hana. „Hún rétt náði því fyrir mig,“ segir hún.

Árný er að sjálfsögðu búin að vígja tryllitækið. „Þetta er rosalega sniðug græja, ég er búin að elda helling í þessu síðan ég fékk þetta, mögnuð græja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“